Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

3. fundur 03. mars 2022 kl. 15:00 - 15:15 Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Karl Kristjánsson formaður
  • Ingimar Ingimarsson varaformaður
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Grettir Örn Ásmundsson byggingafulltrúi
  • Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Fundargerðin er rituð í tölvu og er tvær blaðsíður.


Formaður setti fundinn og óskaði eftir öðrum málum á dagskrá. Eitt mál barst og var samþykkt að taka
það til afgreiðslu undir önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnanefndar 7. febrúar 2022
Farið yfir fundargerðina, vegna máls 2201011 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir í
Djúpadal sem var frestað á fundinum.
Fyrir liggur umsókn Norðurtaks ehf um byggingarleyfi fyrir vinnubúðum alls 547 m2 í Djúpadal

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin um tímabundið byggingarleyfi verði
samþykkt og að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli þess að landeigandi og eini
hagsmunaaðili málsins hafi þegar kvittað og gefið leyfi fyrir byggingunni. Samþykkt samhljóða.

2. 2203001 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 – 2020, breyting vegna vegar um Dynjandisheiði.
Lögð er fram greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt uppdrætti.

Skipulagsnefnd Reykhólahrepps gerir ekki athugasemd við framlögð gögn. Samþykkt
samhljóða.

3. 2203002 - Fundargerð 441. fundar hafnasambands Íslands.
Fundargerð lögð fram.

Önnur mál:

4. 2203003 - Gjaldskrá fyrir byggingaleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld 2022,
breyting.
Lögð er fram tillaga að breytingu á gjaldskránni.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingarnar. Samþykkt samhljóða.
Nefndin telur að betur færi að embætti skipulags- og byggingafulltrúa gæfi út eina
sameiginlega gjaldskrá fyrir sameiginlegt þjónustusvæði.


Farið yfir fundargerðina og fundi slitið kl. 15.15

Fundargerðin er undirrituð rafrænt.