Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

9. fundur 26. september 2023 kl. 10:00 - 10:47 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður 
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður 
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri 
  • Grettir Ásmundsson byggingafulltrúi  
  • Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi
  • Ívar Þórðarson slökkviliðsstjóri.  
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

Þriðjudaginn 26. september 2023 kl. 10.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru : 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður 

Arnþór Sigurðsson, aðalmaður 

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir 

Einnig sátu fundinn. 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri 

Grettir Ásmundsson, byggingafulltrúi  

Hlynur Torfi Torfason, skipulagsfulltrúi

Ívar Þórðarson, slökkviliðsstjóri.  

  

Fundargerð er rituð á tölvu og er 2 blaðsíður.    

  

Formaður nefndarinnar bauð fólk velkomið. Hún kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá kannaði hún hvort fyrir fundinum lægju önnur mál.  Ekkert mál barst. Þá var gengið til dagskrár.  

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.  2303002 - Reykjabraut 11, umsókn um byggingaleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.

Umsókn um byggingaleyfi lögð fram að nýju ásamt gögnum úr grenndarkynningu.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða umsókn og felur byggingafulltrúa að veita byggingarleyfi og skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum grenndarkynningar.

Samþykkt samhljóða.

2.  2309001 - Framkvæmdaleyfi náma E-27 Reykhólar austan Karlseyjarvegar.

Lögð fram umsókn frá Borgarverki dagsett 25. september 2023. Ósk um efnisvinnslu á 20.000 m3 í námu E-27. Tilgangur efnisnámsins er að bæta höfnina á Reykhólum

 

Umsóknin samræmist aðalskipulagi Reykhólahrepps 2023 – 2034. Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.

3.  2309002 - Úthlutun íbúða.

A.  Skólabraut 1, Jenshús

Ein umsókn lá fyrir um íbúðina.

Samþykkt að úthluta íbúðinni til Kjartans Ragnarssonar samþykkt samhljóða.

B.  Barmahlíð e.h.

Tvær umsóknir lágu fyrir um íbúðina.

Samþykkt að úthluta íbúðinni til Alexsöndru Maríu Kotna og Adrian Kowalczyk. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar.

1.  2308010 - Viðbragðsáætlanir vegna mengunar í höfnum. Reykhólahöfn og Flateyjarhöfn, staðfesting ráðuneytis.

Lagt fram og kynnt.

Önnur mál (ef einhver):

 

Farið yfir fundargerð, fundi lokið kl. 10:47

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.