Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

7. fundur 15. júní 2023 kl. 14:00 - 15:45 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi
  • Grettir Ásmundsson byggingafulltrúi.
  • Ívar Þórðarson slökkviliðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð er rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.   

Formaður nefndarinnar bauð fólk velkomið. Hún kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá kannaði hún hvort fyrir fundinum lægju önnur mál.  Tvö mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár. 

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.  2306004 - Óveruleg breyting á Aðalskipulagi 2022 - 2034, náma E-27.

Lögð fram greinargerð, sem unnin er af Alta ráðgjöfum dagsett 8. júní 2023. Óveruleg breyting felst í að breyting verði á töflu yfir efnistöku- efnislosunarsvæði. Bætt verði við námu E-.27, 1,0 ha. Reykhólar austan Karlseyjarvegar. Hámarksvinnslumagn er 22.000 m3 á 10.000 m2.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sendi tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

2.  2306005 - Hellisbraut 58 – 64 , umsókn um byggingaleyfi og lóðarleigusamningur.

Lögð er fram að nýju umsókn Landsbyggðarhúsa ehf um byggingaleyfi vegna byggingu 4 íbúða raðhúss við Hellisbraut 58-64 og aðaluppdrættir. Einnig er lagður fram lóðaleigusamningur um sömu lóðir til handa Landsbyggðarhúsum.

Skipulagsnefnd samþykkir veitingu byggingaleyfis til Landsbyggðarhúsa skv. fyrirliggjandi gögnum, enda liggi fyrir staðfestingar hönnuða og staðfesting frá tryggingafélagi. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að gera lóðaleigusamning um lóðina Hellisbraut 58-64. Samþykkt samhljóða.

3.  2306006 - Saltverksmiðja, umsókn um lóð.

Lögð er fram umsókn frá Norður & Co. ehf. dagsett 1. júní 2023 um lóð á iðnaðarsvæðinu í Karlsey.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á iðnaðar svæðinu að undangengnum samráðsfundum með hagaðilum áður en lóðir verða auglýstar til úthlutunar.

4.  2306010 - Styrja, umsókn um lóð.

Lögð fram umsókn frá Styrju ehf. dagsett 12. júní 2023 um lóð á iðnaðarsvæðinu í Karlsey.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á iðnaðar svæðinu að undangengnum samráðsfundum með hagaðilum áður en lóðir verða auglýstar til úthlutunar.

5.  2306001 - Tröllenda 4, Flatey. Rafstöð, umsókn um byggingaleyfi.

Lögð er fram umsókn Orkubús Vestfjarða ohf. dagsett 5. júní 2023 um byggingu rafstöðvar í Flatey, ásamt aðaluppdrætti.

Nefndin beinir til umsækjenda að haga byggingu þannig að hún falli vel að byggingastíl í eyjunni. Skipulagsnefnd felur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða

6.  2306009 – Mýrartunga 2 fasteignanúmer 2122477 matsh. 04, umsókn um niðurrif á fjárhúsi.

Lögð er fram umsókn Mýró ehf. dags. um niðurrif á fjárhúsi og staðfesting á skráningu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir niðurrifi mannvirkja.

Skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir niðurrifi matshl. 04 fjárhúsi að Mýrartungu 2.

Samþykkt samhljóða.

7.  2306003 - Umsókn um stofnun vegsvæðis i landi Skálmardals landnr. 139675.

Lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar um skráningu á nýrri landeign í fasteignakrá, Skálmardagur vegsvæði úr landi Skálmardals 139675

Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar í Fasteignaskrá. Samþykkt samhljóða.

8.  2305022 - Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Illugastaða landnr. 139601

Lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar um skráningu á nýrri landeign í fasteignaskrá, Illugastaðir vegsvæði úrlandi Illugastaða landnr.139601.

Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar í Fasteignaskrá. Samþykkt samhljóða.

Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.

JÖE víkur af fundi og AS tekur við fundarstjórn.

 

9.  2305021 - Fremri Gufudalur fastnr. 2121983 , ósk um byggingaleyfi.

Lögð er fram umsókn Einars V. Hafliðasonar um byggingaleyfir fyrir byggingu sólskála við íbúðarhús í Fremri Gufudal fastnr. 2121983, ásamt aðaluppdrátti og samþykki aðliggjandi íbúa.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaleyfi fyrir byggingu sólskála við íbúðarhús í Fremri Gufudal skv. framlögðum gögnum. Samþykkt samhljóða.

JÖE kemur aftur inná fund og tekur fundarstjórn.

 

10.  2306007 - Ljósleiðari í þéttbýlið Reykhóla.

AS lagði fram tillögu;

AS og IBE hafa kannað kostnað við lagningu ljósleiðara í þorpið á Reykhólum. Kostnaður gæti legið á bilinu 8 – 9 millj. Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að lagður verði ljósleiðari í þorpið á Reykhólum. Fyrst verði könnuð áform markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða með auglýsingu. Ef engin sýni verkefninu áhuga og markaðsforsendur þar með brostnar leggi sveitarfélagið sjálft ljósleiðarann með þátttöku íbúa.

Skipulagsnefnd samþykkir bókunina samhljóða.

11. 2306011 - Rafhleðslustöð á Reykhólum, staðsetning.

Lögð er fram afstöðumynd af staðsetningu rafhleðslustöðvar á Reykhólum og tölvupóstur frá OV dagsettur 1. júní 2023.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við staðsetninguna. Samþykkt samhljóða.

12.  2302008 - Ársreikningur 2022, Veitur, Leiguíbúðir og Hafnarsjóður.

Lagður er fram ársreikningur Veitna, Leiguíbúða og Hafnarsjóðs Reykhólahrepps fyrir árið 2022.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða ársreikninga. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál :

1.  Krossnes landnr. 212605, umsókn um breytta notkun.

Lögð er fram umsókn Snæbjarnar Jónssonar dagsett 14. júní 2023 þar sem óskað er þess að notkun í landi Krossness verði breytt úr sumarhúsi í íbúðarhús.

Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina enda uppfyllir húsnæðið skilyrði um kröfur íbúðarhúsnæðis. Samþykkt samhljóða.

2.  Hellisbraut 70-76, afturköllun úthlutunar lóðar.

Erindi frá Landsbyggðarhúsum ehf. dagsett 14. júní 2023 þar sem fyrirtækið óskað þess að fá að skila lóðinni og falla frá fyrri áformum. Fyrirtækið hyggst semja við Brák hses. um byggingu húsanna og mun Brák hses. því væntanlega sækja um lóðina.

Skipulagsnefnd samþykkir að úthlutun lóðarinnar gangi til baka. Samþykkt samhljóða.

 

Farið yfir fundargerð og fundi slitið kl. 15.45

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.