Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

5. fundur 15. maí 2023 kl. 13:00 - 14:40 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir
  • Arnþór Sigurðsson
  • og Herdís Erna Matthíasdóttir
  • í forföllum Margrétar Daggar Sigurbjörnsdóttur.
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi
  • Ívar Þórðarson slökkviliðsstjóri.
  • Arnþór Hlynur og Ívar sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
  • Grettir Ásmundsson byggingafulltrúi boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

mánudaginn 15. maí 2023 kl. 13:00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

 Fundargerð er rituð á tölvu og er 4 blaðsíður. Formaður nefndarinnar bauð fólk velkomið. Hún kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá kannaði hún hvort fyrir fundinum lægju önnur mál. Þrjú mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnanefndar 17. apríl 2023.

Farið yfir fundargerðina, vegna liðar 2.2.2 Efnistaka í námu austan við Karlseyjarveg.

Skipulagsnefnd samþykkir að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022 – 2034 vegna námu austan við Karlseyjaveg. ½ ha. og 22.000 m3. Breytingin er skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

2. 2305005 - Framkvæmdaleyfi vegna byggingar nýrra brúa yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá.

Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir nýjar brýr yfir Fjarðarhorns- og Skálmardalsá á Vestfjarðarvegi (60) og byggja upp veg, breikka hann, leggja bundið slitlag og tengja við nýju brýrnar yfir árnar. Vegagerðin áformar að byggja nýjar brýr yfir Fjarðarhornsá (60) og Skálmardalsá á Vestfjarðarvegi ( 60). Samhliða byggingu á nýjum brúm þarf að breyta veginum á um kílómetra kafla við hvora á, samtals um 2 km, en þessar breytingar eru innifaldar í verkefnunum ásamt rifi á núverandi brúm og að jafna út núverandi veg. Verksvæðin eru aðskilin af Klettshálsi, þ.e. brúarstæðin liggja í sitthvorum dalnum. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 og fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Efnistaka og efnisþörf

Ekki stendur til að taka efni úr árfarvegum, mest af efni sem til þarf mun koma úr skeringum, og/eða námu sem staðsett er upp á Klettshálsi (E-6). Heildarefnisþörf í vegagerð er áætluð um 80.000 m3.

Leitað hefur verið samráðs við Veiðifélög og landeigendur, fyrrgreindir aðilar eru ekki mótfallnir fyrirhuguðum framkvæmdum. Vegagerðin mun leitast við að færsla á farvegum fari fram utan hefðbundins veiðitíma í ánum.

Nefndin samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, með fyrirvara um leyfi Fiskistofu til framkvæmda sbr. 33. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006. Skilyrði framkvæmdaleyfis eru eftirfarandi: 

1 Framkvæmdaraðili skal gæta þess að hafa sem minnst áhrif á vatn vatnsfalla svo sem að grugga það upp að óþörfu og hindra að olía eða aðrir skaðlegir vökvar smitist frá vinnuvélum og tækjum í eða við vatnsföll.

2 Framkvæmdaraðili skal ganga vandlega frá framkvæmdastað þannig að hætta á að lífríki skaðist sé í lágmarki og dregið úr ummerkjum jarðrasks.

Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Samþykkt samhljóða.

3. 2305006 - Deiliskipulag Hellisbraut.

Nefndin samþykkir að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi við Hellisbraut og felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu á næsta fundi. Samþykkt samhljóða.

4. 2305007 - Breyting á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, ofanflóðavarnir Flateyri, umsagnarbeiðni.

Lagt er fram erindi frá Ísafjarðarbæ dagsett 27. apríl 2023 ásamt vinnslutillögu.

Nefndin gerir ekki athugasemd við breytinguna, samþykkt samhljóða.

5. 2305008 - Hellisbraut 70 -76, umsókn um lóð.

Sveitarstjóra falið að afla fullnægjandi gagna. Samþykkt samhljóða.

6. 2305003 - Hellisbraut 58 - 64, byggingaleyfi.

Lögð er fram byggingaleyfisumsókn Landsbyggðarhúsa, ásamt aðaluppdráttum vegna byggingu 4 íbúða raðhúss við Hellisbraut 58 – 64. Umsókn dagsett 28. apríl 2023.

Málinu frestað. Byggingafulltrúa falið að yfirfara gögn. Samþykkt samhljóða.

7. 2305009 - Verndarfulltrúi hafnar.

Lagt er fram erindi frá Samgöngustofu dagsett 24. apríl 2023, þar sem stofnunin óskar eftir tilnefningum um verndarfulltrúa hafna.

Nefndin samþykkir að hafnarstjóri verði verndarfulltrúi hafna hjá Reykhólahreppi. Samþykkt samhljóða.

Til kynningar:

8. 2304006 – Fundargerð 452. fundar Stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lagt fram og kynnt.

Önnur mál (ef einhver):

9. 2004013 - Aðalskipulag Reykhólahrepps 2022 – 2034

Lögð er fram til kynningar, samþykkt Skipulagsstofnunar á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022 – 2034. Skipulagið tekur gildi 12. maí 2023 með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

10. 2305010 - Lóðir á hafnarsvæði.

Lögð eru fram erindi frá Styrju dagsett 29. apríl 2023 og Norður og Co. dagsett 12. Maí 2023 er varða uppbyggingu á hafnarsvæðinu í Karlsey.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á iðnaðarsvæðinu í Karlsey. Samþykkt samhljóða.

11. 2304001 - Afgreiðsla framkvæmdaleyfa.

Framkvæmdaleyfi fyrir 20.000m3 efnistöku í námu E-6 Klettháls í landi Kvígindisfjarðar. Rannsóknir Vegagerðarinnar hafa sýnt að efnisgæði á efnistökusvæði E6 eru mikil og þar er nýtilegt efni til lagningar bundins slitlags sem gæti dugað til framkvæmda næstu 2-3 árin. Framkvæmdasvæðið er utan marka verndarsvæða. Vegagerðin hefur náð samkomulagi við landeigendur um efnistöku.

Framkvæmdin fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Framkvæmdasvæðið er skilgreint efnistökusvæði, E-6 Klettsháls, í Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 þar sem heimilt er að vinna allt að 10.000 m3 efnis á 7.000 m2 svæði. Umsókn um 20.000 m3 efnistöku samræmist því ekki gildandi aðalskipulagi. Samhliða umsókn um framkvæmdarleyfi óskar Vegagerðin eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi sem feli í sér að auka vinnslumagn í allt að 40.000 m3 á efnistökusvæði E6 og stærð þess verði 10.000 m2.

Umsækjandi telur að aðalskipulagsbreytingin falli undir skilyrði málsmeðferðar 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu.

Skipulagsnefnd felst á ósk umsækjanda um breytingu Aðalskipulags Reykhólahrepps 2022-2034, sem felur í sér að efnistöku- og efnislosunarsvæði E6 Klettháls í landi Kvígindisfjarðar verði stækka úr 7.000 í 10.000 m2 og hámarksvinnslumagn aukið í allt að 40.000 m3. Skipulagsnefnd telur að breytingin geti talist óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Breytingin víkur ekki frá megistefnu aðalskipulags þar sem um að ræða aukna nýtingu á þegar skilgreindu efnistökusvæði. Stækkun svæðis er lítilsháttar og breytingin er ólíkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Samþykkt samhljóða, skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu.

Fundi slitið kl. 14.40. Fundargerð samþykkt með rafrænum hætti.