Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

4. fundur 17. apríl 2023 kl. 13:00 - 14:15 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Mætt eru Jóhanna Ösp Einarsdóttir (JÖE)
  • Arnþór Sigurðsson (AS)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir (MDS)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)
  • Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi (HTT)
  • Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri (ÍÖÞ)
  • Grettir Ásmundsson byggingafulltrúi (GÁ) mætti ekki.
  • Arnþór og Hlynur sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð er rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.

Formaður nefndarinnar bauð fólk velkomið. Hún kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, athugasemdir varðandi við aðgang að Teams svæði, ákveðið var að halda fundinn. Engin önnur mál bárust.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar 2. febrúar 2022.

Farið yfir fundargerðina, fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. 2304001 - Afgreiðsla framkvæmdaleyfa.

Skipulagsfulltrúi fór yfir málefnin.

2.1 Efnistaka Vegagerðarinnar.

Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir 10.000 m3 efnistöku í námu E-6 Klettsháls í landi Kvígindisfjarðar.

Framkvæmdasvæðið er skilgreint efnistökusvæði, E-6 Klettsháls, í Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034, sem bíður staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulagið, bæði ákvörðun um landnotkun og stefnu um málsmeðferð. Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins er ekki þörf á deiliskipulagi fyrir námunni, m.a. út frá lýsingu í aðalskipulagi og umfangi námunnar. Framkvæmd er utan marka verndarsvæða. Vegagerðin hefur náð samkomulagi við landeigendur um efnistöku.

Framkvæmdin fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Nefndin samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034. Í framkvæmdaleyfi skal koma fram að heimiluð efnistaka er 10.000 m3 og skilyrði um góða umgengni og vandaðan frágang námanna að efnistöku lokinni.

Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. 2.2

2.2 Efnistaka í þéttbýlinu.

2.2.1 Efnistaka úr námu E-26

Framkvæmdasvæðið er skilgreint efnistökusvæði, E-26 Reykhólar, í Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 – 2018 og Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 sem er nú til samþykktar hjá Skipulagsstofnun. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulagið, bæði ákvörðun um landnotkun og stefnu um málsmeðferð. Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins er ekki þörf á deiliskipulagi fyrir námunni, m.a. út frá lýsingu í aðalskipulagi og umfangi námunnar. Framkvæmd er utan marka verndarsvæða og fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Nefndin samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdaleyfi skal koma fram að heildar efnistaka úr námunni er 10.000 m3. Skv. Skilyrði framkvæmdaleyfis er að efnistöku svæðið skal ekki vera stærra en 5.000 m2 og að efnistöku lokinni verður námufláinn jafnaður og öðru efni í námubörmunum jafnað yfir svæðið.

Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við aðalskipulag Reykhólahrepps og skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. 2.2.2.

2.2.2 Efnistaka austan við Karlseyjarveg.

Fyrirhugað framkvæmdasvæði er ekki skilgreint efnistökusvæði í aðalskipulagi Reykhólahrepps eða í nýju Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034, sem bíður staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Fyrirhugað framkvæmdasvæði er ekki á svæði sem nýtur verndar. Framkvæmdin fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Nefndin telur að þar sem um minniháttar efnistöku sé að ræða, framkvæmdasvæðið liggi að skilgreindu efnistökusvæði og það sé ekki á svæði sem njóti verndar, séu forsendur til þess að heimila efnistöku að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar sbr. gr. 5.11.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og tl. 1 í bráðabirgðaákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar til að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

2.3 Gatnagerð Hellisbraut.

Sótt er um um framkvæmdaleyfi til gatnagerðar við Hellisbraut á Reykhólum skv. deiliskipulagi og teikningum frá Verkís.

Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög 123/2010, skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

3. 2304002 - Vesturbraut 1, Umsókn um stöðuleyfi.

Gullsteinn sf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 ft. gám við Vesturbraut 1.

Nefndin samþykkir stöðuleyfi til 30.apríl 2024 enda verði gámurinn fjarlægður áður en stöðuleyfi rennur út. Samþykkt samhljóða.

4. 2304003 - Úttektarskýrsla um öryggismál Reykhólahafnar. Nefndin fór yfir skýrsluna.

Nefndin felur hafnarstjóra að fá tilboð í úrbætur. Samþykkt samhljóða.

5. 2304004 - Úthlutun íbúðar í Barmahlíð. MDS víkur af fundi. Fyrir liggur umsókn Hrefnu Aspar Sigurbjörnsdóttur dagsett 11. apríl 2023.

Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna Reykhólahrepps. Samþykkt samhljóða.

MDS kemur aftur inn á fund.

Til kynningar:

1. 2304005 - Skipulagsgátt. Lagt fram og kynnt.

2. 2304006 - Fundargerðir 450. og 451. fundar Stjórnar Hafnasambands Íslands. Lagt fram og kynnt.

Önnur mál (ef einhver):

Fundi lokið kl. 14.15. Fundargerð undirrituð rafrænt.