Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

29. fundur 03. desember 2025 kl. 14:00 - 15:00 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður
  • Vésteinn Tryggvason aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri
  • Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi
  • Grettir Örn Ásmundsson byggingafulltrúi

Fundargerð

29. fundar í skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 3. desember 2025 kl. 14.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Tryggvason. Einnig sátu fundinn Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri, Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi og Grettir Örn Ásmundsson byggingafulltrúi.

Formaður setti fundinn og spurði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins eða gögn.

Engin athugasemd barst og þá spurði formaður hvort einhver önnur mál lægju fyrir á fundinum, engin mál bárust og þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar 5. nóvember 2025.

Fundargerðin lögð fram.

2.   250933 Ósk um framkvæmdaleyfi vegna endurheimtar votlendis - Vegagerðin

Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna endurheimtar votlendis í landi Barma (L139535) og Hofsstaða (L139591), sbr. erindi dags. 19. september 2025. Framkvæmdin felst í að fylla upp í framræsluskurði til að endurheimta um 16 ha votlendis í landi Barma og um 15 ha votlendis í landi Hofsstaða. Framkvæmdir munu fara fram utan varptíma, síðsumars eða að hausti.

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd hefur farið yfir umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við framkvæmdalýsingu í umsókn.

Samþykkt samhljóða.

3.   2511023 Umsókn um breytingu á gluggum – Hrafnhildur Reynisdóttir

Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi.

Samþykkt samhljóða.

4.   2308008 Deiliskipulag fyrir iðnaðar- og hafnarsvæði á Reykhólum - samþykkt til kynningar - Reykhólahreppur

Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefnd telur farsælla að skipuleggja hafnarsvæði annars vegar og iðnaðarsvæði hinsvegar og felur verekfnastjóra að láta uppfæra gögnin.

Samþykkt samhljóða.

5.   2406019 Aðalskipulag 2022-2034 breyting Króksfjarðarnes - Lagt fyrir til afgreiðslu eftir auglýsingu - Reykhólahreppur

Lögð fram til afgreiðslu eftir auglýsingu skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 á Króksfjarðarnesi og í Geiradal. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga frá 17. september 2025 með athugasemdarfresti til 29. október 2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Strandabyggð, Breiðafjarðarnefnd, Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Samantekt um umsagnir og viðbrögð fylgir tillögunni til afgreiðslu.

Umsagnir Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Strandabyggðar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fólu ekki sér athugasemdir og kölluðu ekki á breytingar á auglýstri tillögu.

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd hefur farið yfir tillöguna og umsagnir sem bárust og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna með eftirfarandi lagfæringum

  • Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd felst á athugasemdir Breiðafjarðarnefndar og leggur til að fella út reit H-7 í auglýstri tillögu og gera þess í stað ráð fyrir gamla bryggjan við Króksfjarðarnes verði endurbyggð, sbr. gildandi ákvæði um iðnaðarsvæðið I4 á Króksfjarðarnesi.
  • Til að bregðast við þessum athugasemdum Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar hefur verið bætt við skipulagsákvæði um verslunar- og þjónustureitinn VÞ-14 á Króksfjarðarnestanga eftirfarandi:
  • Við deiliskipulag skal áhersla lögð á að lágmarka áhrif á verndarsvæði, þ.e. fjörur Breiðafjarðar, leiruvistgerðir og alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Nauðsynlegt er að hanna fráveitu og lagnakerfi með tillit til verndarsvæðisins. Deiliskipulag skal, í samstarfi við Breiðafjarðarnefnd, setja skilmála um umgengi í tengslum við starfsemina til að vernda viðkvæma náttúru og dýralíf.

Samþykkt samhljóða.

6.   2512001 Ósk um framkvæmdaleyfi í Djúpadalsá - Leifur Zakarías Samúelsson

Umsókn landeiganda Djúpadals um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna 168 m langrar bakkavarnar meðfram vestari árbakka Djúpadalsár. Með erindi fylgir framkvæmdalýsing með yfirlitsmyndum unnin af Land og skógi dags. 13.10.2025. Umsækjandi hefur sótt um leyfi Fiskistofu og er leyfisumsóknin í afgreiðslu.

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd hefur farið yfir umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina með fyrirvara um leyfi Fiskistofu og fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við framkvæmdalýsingu í umsókn og leyfi Fiskistofu.

Samþykkt samhljóða.

7.    2511026 Beiðni um samþykki auglýsingartillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2020-2050 - Vestfjarðastofa

Lögð fram til afgreiðslu skv. 3. mgr 23. gr. skipulagslaga 123/2010 tillaga að Svæðsskipulag

Vestfjarða 2025-2050 ásamt fylgisgögnum.

  • Svæðsskipulag Vestfjarða 2025-2050 Tillaga til auglýsingar dags. 17. nóvember 2025
  • Fylgigagn Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050 Umhverfismat
  • Fylgigagn Svæðisskipulag Vestfjarða 2025-2050 Stöðumat
  • Önnur gögn; Minnisblað 17. nóvember 2025; Samantekt ráðgjafa um kynningu og þróun tillögu að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050 .

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd hefur farið yfir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar í samræmi við 24. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

8.   2508002 Álit um matsáætlun - Hvalárlína 1 og Miðdalslína 1 - Skipulagsstofnun

Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefnd felur skipulagsfulltrúa að undirbúa umsögn í samræmi við umræðu á fundinum og koma til sveitarstjórnar til afgreiðslu á fundi 10. desember.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið 15:00