Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
28. fundur skipulags-, húsnæðis- og hafnanefndar Reykhólahrepps,
miðvikudaginn 5. nóv. 2025 kl. 14.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir. Vésteinn Tryggvason boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hans stað. Einnig sátu fundinn Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri, Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi og Grettir Örn Ásmundsson byggingafulltrúi.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar september 2025
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. 2509039 Umsókn um byggingarleyfi - Vertshús í Flatey
Skipulagsfulltrúa, byggingafulltrúa og verkefnastjóra falið að vinna málið áfram og fá leyfi Minjastofnunar áður en bygginarleyfi er veitt.
Samþykkt samhljóða.
3. 2510001 Úthlutun leiguíbúða í eigu Reykhólahrepps
Úthlutun á leiguíbúð á Skólabraut 1 samþykkt. Einn umsækjandi uppfyllti skilyrði um forgang. Sveitarstjóra falið að gera leigusamning við umsækjenda.
Jafnframt telur nefndin mikilvægt að fara yfir úthlutunarreglur á leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og leggur til við sveitarstjórn að hefja þá vinnu.
Samþykkt samhljóða.
4. 2510039 Miðjanesvegur (6071-01) fyrirhuguð niðurfelling af vegaskrá – Vegagerðin
Verkefnastjóra falið að vekja athygli landeigenda á málinu.
Samþykkt samhljóða.
5. 2504010 Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Gróness - Vegagerðin
Byggingafulltrúa falið að stofna vegsvæði samkvæmt umsókn.
Samþykkt samhljóða.
6. 2509011 Grenndarkynning V/ viðbyggingar við Reykjabraut 6 – athugasemd
Lagt fram bréf frá lóðahafa aðliggjandi lóðar dagsett 6. október 2025.
Athugasemd var gerð við að skekkja væri í gögnum og afstöðumynd sem send var í grenndarkynningu. Nefndin tekur undir þessar athugasemdir og felur byggingafulltrúa og verkefnastjóra að koma réttum gögnum til bréfritara.
Bréfritari gerði jafnframt athugasemd um mögulega snjósöfnun, sem gæti átt sér stað í ákveðnum vindáttum. Nefndin telur ekki að möguleg snjósöfnun sé nægileg forsenda til að hafna byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða.
7. 2509046 Upplýsingabeiðni f.h. Þórisstaðafélagsins vegna vegsvæðis í landi Þórisstaða - Vegagerðin
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd tekur undir beiðni Vegagerðarinnar um að halda fund með stjórn Þórisstaðafélagsins og óskar eftir að skipulagsfulltrúi hafi aðkomu að þeim fundi. Tilgangur fundarins væri að afla upplýsinga og fá fram afstöðu aðila máls.
Samþykkt samhljóða.
8. 2308008 Deiliskipulag fyrir iðnaðar- og hafnarsvæði á Reykhólum – staða verkefnis
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ráð fyrir fjármagni til að klára deiliskipulag. Mikilvægt er að rýna gögn með framtíðarsýn í huga er varðar bæði sorpsvæði og þeim áfangastað sem hefur byggst upp fyrir ofan við iðnaðarsvæði. Einnig þarf að ljúka fornleifaskráningu á skipulagssvæðinu áður en skipulagstillagan er endanlega afgreidd.
Samþykkt samhljóða.
9. 2406019 Aðalskipulag 2022-2034, breyting Króksfjarðarnes - umsagnarferli lokið
Alls bárust 7 umsagnir um breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa málið fyrir loka afgreiðslu á næsta fundi skipulags-, húsæðis og hafnarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar:
10. 2509014 Landsáætlun siglingaverndar 2025
11. 2509016 Náttúruhamfaratrygging Íslands - bréf til sveitarfélaga
12. 2402013 Ábyrgðarúttekt Reykhólahöfn þekja og lagnir
13. 2509022 Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040
14. 2510029 Vinnustofa um lögheimili í frístundabyggð, samantekt – Samband íslenskra sveitarfélaga
16. Áætlun hafna - umsókn um framlag til hafnarframkvæmda - Reykhólahreppur
Fundi slitið klukkan 16:00.