Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,
þriðjudaginn 9. september 2025 kl. 16.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir og Herdís Erna Matthíasdóttir í forföllum Vésteins Tryggvasonar. Einnig sat fundinn Hrafnkell Guðnason.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar ágúst 2025.
Farið yfir fundargerðina.
2. 2509009 Umsókn um byggingaleyfi fyrir viðbyggingu að Mávaflöt
Byggingafulltrúa falið að veita byggingaleyfi fyrir viðbyggingu að Mávaflöt enda uppfylli gögn öll skilyrði.
Samþykkt samhljóða.
3. 2509010 Umsókn um byggingaleyfi fyrir nýbyggingu að Bræðraminni
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd felur skipulagsfulltrúa, byggingafulltrúa og verkefnastjóra að vinna málið áfram með umsækjenda.
Samþykkt samhljóða.
4. 2406019 Aðalskipulagsbreyting Króksfjarðarnesi, tillaga um að samþykkja breytingu til auglýsingar.
Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga til Aðalskipulagsbreytingar vegna Króksfjarðarness og Geiradals verði auglýst skv. 1. m.gr. 31. greinar skipulagslaga 123/2010 með áorðnum breytingum eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar frá 24. Júlí 2025.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar:
5. 2506015 Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 474
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið 17:34