Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

26. fundur 18. ágúst 2025 kl. 14:00 - 15:40 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir
  • Margrétt Dögg Sigurbjörnsdóttir
  • Vésteinn Tryggvason.
Starfsmenn
  • Hrafnkell Guðnason
  • Hlynur Torfi Torfason

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 18. ágúst 2025 kl. 14.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Margrétt Dögg Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Tryggvason. Einnig sátu fundinn Hrafnkell Guðnason og Hlynur Torfi Torfason.

Formaður setti fundinn og spurði hvort athugasemdir væru við gögn fundarins eða fundarboðun, engar athugasemdir bárust. Þá spurði formaður hvort einhver önnur mál hefðu borist, svo var ekki og þá var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar júní 2025.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbygginar á Reykjabraut 6

Farið var yfir umsókn um byggingarleyfi. Byggingafulltrúa falið að veita leyfið eftir að unnið hefur verið úr niðurstöðum grenndarkynningar.

Samþykkt samhljóða.

3.   Úthlutun leiguíbúðar, Hellisbraut 68a

Samþykkt að úthluta Stefaníu Eir Sigurbjörnsdóttir íbúðina að Hellisbraut 68a.

Samþykkt samhljóða.

MDS vék af fundi undir þessum lið.

4.   2507004 Boð um þátttöku í samráði. Tillaga um flokkun virkjunarkostsins Garpsdal í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur að Reykhólahreppur hafi þegar markað sér stefnu um vindorkukosti í gildandi aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir virkjunarkostinum í Garpsdal og leggur til við sveitarstjórn að skrifa umsögn út frá gildandi aðalskipulagi og umsögn sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða.

5.   2508001 - Lóð Hjáleigu Herdísarhúss og fjögurra húsa í Flatey

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd felur verkefnastjóra uppbyggingar, byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa að koma málinu í réttan farveg.

Samþykkt samhljóða.

6.   2505012 - Breyting á aðalskipulagi - Flatey – íbúðarbyggð

Farið var yfir umsagnir um skipulagslýsinguna. Almennt eru umsagnirnar leiðbeinandi en jákvæðar.

Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að málið verði unnið áfram en leggur áherslu á að samhliða verði unnið mat á áhrifum skipulagsbreytingarinnar á byggðina í Flatey, verndarsvæði í byggð og friðlýsingu austurhluta Flateyjar.

Samþykkt samhljóða.

7.   2505013 - Breyting á deiliskipulagi Flateyjar, lóðastækkun og flotbryggja

29 umsagnir bárust frá bæði stofnunum og hagsmunaaðilum.

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hefja þá vinnu sbr. bókun í 6. lið fundargerðarinnar.

Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum.

Samþykkt samhljóða.

 

 

8.   406019 - Breyting á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 – Króksfjarðarnes

Skipulagsstofnun hefur farið yfir breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 vegna Króksfjarðarness. Skipulagsstofnun hefur gefið heimild til auglýsingar þegar að brugðist hefur verið við ábendingum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að uppfærslu tillögunnar og leggja fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar:

9.   Áætlun hafna, Reykhóla- og Flateyjarhöfn

Lagt fram til kynningar

10.   Hafnarsamband Íslands fundargerð 473. fundar.

Lagt fram til kynningar

11.   Svæðisskipulag Vestfjarða 2026-2050. Kynning á vinnslutillögu Svæðisskipulagsnefndar.

Lagt fram til kynningar

 

Fundi slitið klukkan 15:40.