Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

24. fundur 11. júní 2025 kl. 14:00 - 15:20 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir
  • Vésteinn Tryggvason
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir.
Starfsmenn
  • Hrafnkell Guðnason
  • Hlynur Torfason
  • Kjartan Ragnarsson
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 11. Júní, 2025 kl. 14.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Vésteinn Tryggvason og Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir. Einnig sátu fundinn Hrafnkell Guðnason, Hlynur Torfason og Kjartan Ragnarsson. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir kom á fundinn undir lið 5. Fundargerð ritaði Jóhanna Ösp Einarsdóttir.

Mál til afgreiðslu:

1.   Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar 7. apríl 2025

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   2505001 Umsókn um niðurrif á verkfærageymslu á Miðjanesi. Herdís Erna Matthíasdóttir

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd felur HG að safna viðeigandi gögnum og leiðbeina umsækjanda. Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd felur byggingafulltrúa að afgreiða leyfið í framhaldi af því, enda verði efni fargað á viðurkenndan hátt.

Samþykkt samhljóða.

3.   2505003 Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Húsaholti í Kvígindisfirði. Sævar Jóhannesson

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd felur byggingafulltrúa að afgreiða byggingaleyfi.

Samþykkt samhljóða.

4.   Breyting á deiliskipulagi í Flatey, lóðastækkun og ný flotbryggja. Hótel Flatey

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

5.   Umsókn vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2026-2030

Sveitarstjóri fór yfir þær umsóknir sem þegar eru kostnaðargreindar. Skipulags-, húsnæðis-, og hafnarnefnd felur sveitarstjóra að koma inn umsókn um framlag til sjóvarna vegna Karlseyjar og Flateyjar ásamt því að staðfesta eldri verkefni og huga að dýpkun.

Samþykkt samhljóða.

6.   Umsögn Breiðafjarðarnefndar um bátalægi við Gróunes

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram miðað við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

7.   Skipulagstillaga til auglýsingar Króksfjarðarnes

HT og KR fóru yfir endurskoðaða skipulagstillögu sem tekur tillit til athugasemda sem bárust vegna vinnslutillögu í skipulagsgáttinni.

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu aðalskipulags til auglýsingar skv. 31. gr. Skipulagslaga 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til yfirferðar skipulagsstofnunar þegar hún hefur verið samþykkt í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

 

Mál til kynningar:

8.   Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 472

Lagt fram til kynningar.

9.   Klifursvæði, erindi frá Klifurfélagi Vestfjarða

Lagt fram til kynningar, HG falið að vera í sambandi við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

Önnur mál:

10.   Verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar segir frá stöðu verkefnis um lagningu ljósleiðara í þéttbýlið á Reykhólum.

 

Fundi slitið klukkan 15:20