Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

7. fundur 06. febrúar 2024 kl. 17:00 - 18:25
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir formaður (ÁHH)
  • Steinunn Ó. Rasmus aðalmaður (SÓR)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla (AMT)
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar (ÍÓS)
  • Kristrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Ásgarðs skóla í skýjunum í gegnum fjarfund (KB)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps í gegnum fjarfund (JÖE)
  • Hafrós Huld Einarsdóttir fyrir hönd foreldra í gegnum fjarfund (HHE)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,

5.  febrúar 2024 kl. 17:00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:

Árný Huld Haraldsdóttir formaður (ÁHH)

Steinunn Ó. Rasmus, aðalmaður (SÓR)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)

Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri Reykhólaskóla (AMT)

Íris Ósk Sigþórsdóttir, deildarstjóri leikskóladeildar (ÍÓS)

Kristrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs skóla í skýjunum í gegnum fjarfund (KB)

Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps í gegnum fjarfund (JÖE)

Hafrós Huld Einarsdóttir fyrir hönd foreldra í gegnum fjarfund (HHE)

 

Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Formaður bauð alla velkomna og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð og fundargögn. Spurt eftir öðrum málum á dagskrá. Eitt mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

Fundargerðir:

 1.   Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 7. desember 2023.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu:

 1.   Breyting á skóladagatali Hólabæjar leikskóladeildar 2023 - 2024, erindi lagt fram á fundi.

Lagt er fram skóladagatal Hólabæjar skólaárið 2023 – 2024 með breytingu. Starfsdagur 15. mars færist fram til 29. febrúar og starfsdagur 27. maí færist til 28. júní.

Nefndin samþykkir framlagðar breytingar. Samþykkt samhljóða.

 2.   Ytra mat á Ásgarðsskóla, skýrsla.

Lögð er fram skýrsla vegna Ytra mats á Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum nóvember 2023, höfundar skýrslunnar eru Björgvin Ívar Guðbrandsson og Hanna Hjartardóttir.

Farið yfir skýrsluna, styrkleika stofnunarinnar og það sem skýrsluhöfundar telja að megi bæta. Nefndin óskar Skóla í skýjunum til hamingju með Ytra matið, það endurspegli gæði skólans.

 3.   Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Reykhólaskóla.

Lögð er fram umsókn fyrir einn einstakling í nám við Reykhólaskóla.

 

Nefndin samþykkir umsóknina samhljóða.

 4.    Google umhverfið, erindi frá Persónuvernd.

Lagt er fram erindi frá Persónuvernd, dagsett 11. janúar, um notkun á Google Workspace for Education í grunnskólastarfi og varðar persónuupplýsingar grunnskólanemenda.

 

Sveitarstjóri fór yfir málefnið með nefndinni.

 5.   Skýrsla Tómstundafulltrúa.

JÖE fór yfir skýrslu tómstundastarfs.

 6.   Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar.

ÍÓS fór yfir skýrslu Hólabæjar.

 7.   Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla.

AMT fór yfir skýrslu Reykhólaskóla

 8.   Skýrsla Ásgarður skóli í skýjunum .

KB fór yfir skýrslu Ásgarðs.

Önnur mál :

 9.   Fundaráætlun nefnda.

Lögð er fram ætlun funda nefndarinnar fyrir árið 2024.

Nefndin samþykkir áætlunina samhljóða.

 40.   Vetrarþjónusta í tengslum við skólastarf.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að beita sér fyrir því að vetrarþjónusta hefjist fyrr í Reykhólahreppi á því svæði sem skólabíll ekur.

Fundi slitið kl 18.25

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.