Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

2. fundur 01. mars 2023 kl. 16:45 - 18:55 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir (ÁHH)
  • Vilberg Þráinsson (VÞ)
  • Ólafía Sigurvinsdóttir (ÓS)
Starfsmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri í leikskóla Hólabær
  • Sandra Rún Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi fyrir hönd foreldra
  • Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla
Fundargerð ritaði: Árný Huld Haraldsdóttir formaður

Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps
miðvikudaginn 1. mars 2023, kl. 16:45.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:
Árný Huld Haraldsdóttir (ÁHH)
Vilberg Þráinsson (VÞ)
Ólafía Sigurvinsdóttir (ÓS) í fjarveru Ástu Sjafnar Kristjánsdóttur
Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps
Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri í leikskóla Hólabær
Sandra Rún Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi fyrir hönd foreldra
Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla


Formaður nefndarinnar ritaði fundargerð og er hún 3 bls.

Formaður nefndarinnar bauð alla velkomna og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn. Engar athugasemdir.
Því næst var kannað með önnur mál á dagskrá. Fjögur mál bárust og samþykkt að taka tvö mál fyrir undir liðnum “mál til kynningar” og tvö mál undir liðnum “önnur mál”.

Dagskrá:

Fundargerðir:

1.  Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 11. janúar 2023.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu:

1.  Skólaakstur - reglur Reykhólahrepps.

ÁHH leggur fram reglur um skólaakstur.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglurnar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Samþykkt samhljóða.

2.  Akstursáætlun Reykhólaskóla.

Akstursáætlun skal yfirfarin af skólastjóra í samráði við skólabílstjóra, ár hvert við upphaf skólaárs – eins ef breytingar verða á akstursleið. Akstursáætlun skal vera aðgengileg á heimasíðu Reykhólaskóla og Reykhólahrepps við upphaf skólaárs. Áætlunin skal vera samþykkt af mennta- og menningarmálanefnd.

ÁHH leggur fram akstursáætlun Reykhólaskóla fyrir veturinn 2022-2023.
Áætlunin samþykkt samhljóða.

3.  Skýrsla Tómstundafulltrúa.

Jóhanna fer yfir skýrslu tómstundafulltrúa.

Bogfimisamband Íslands verður með tilraunaverkefni á Reykhólum og opna bogfimideild. Tómstundastarfið verður samstarfsaðili að þessu verkefni og sér um skipulag og utanumhald.

Stefnt á að halda opna samfélagsviðburði í félagsmiðstöð, bókasafni og íþróttahúsi.

4.  Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar.

Íris fer yfir skýrslu leikskóladeildar.

Foreldraviðtöl á næstunni.

Áfram ítrekað að klára að ganga frá leikskólavellinum.

5.  Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla.

Anna fer yfir skýrslu Reykhólaskóla.

Rætt um heimasíðu Reykhólaskóla og endurbætur á henni.

Skólaþing verður 22. mars og Árshátíð Reykhólaskóla verður 30. mars kl. 18:00.

6.  Skýrsla - Skóli í skýjunum.

Skýrslu Skóla í skýjunum frestað til næsta fundar vegna fjarveru Kristrúnar.

Mál til kynningar:

1.  Reglur um útleigu á íþróttasal og umgengnisreglur í íþróttahúsi.

Lagðar fram til kynningar reglur um útleigu á íþróttasal og umgengnisreglur í íþróttahúsi sem voru samþykktar í sveitarstjórn 22.2.2023. Öryggishandbók fyrir íþróttahús í vinnslu.

2.  Reglur um læknisrannsókn á fólki sem flyst til Íslands og Uppfærð túlkun frá sóttvarnarlækni.

Efni skjalana kynnt fyrir nefndinni.

3.  Ráðstöfun fjármuna í grunnskólum - erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneyti.

Farið yfir efni bréfsins.

Önnur mál:

 

1.  Bókasafn

Rætt um framtíð bókasafnsins.

Formanni nefndarinnar falið að kanna hvort lög um héraðsbókasöfn hamli því að í skólanum verði bara skólabókasafn. Samþykkt samhljóða.

2.  Ósk um breytingu á skóladagatali.

Óskað eftir að færa starfsdag í grunnskóla sem áætlaður er 21. apríl til 28. apríl.

Nefndin samþykkir breytinguna fyrir sitt leiti. Skólastjóra falið að auglýsa breytinguna til skólasamfélagsins. Samþykkt samhljóða.

Ekki fleira gert.
Fundi slitið kl: 18:55
Fundargerð undirrituð rafrænt.