Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

4. fundur 08. júní 2023 kl. 10:00 - 11:18 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir formaður (ÁHH)
  • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir varaformaður (ÁSK)
  • Ólafía Sigurvinsdóttir varamaður (ÓS) í fjarveru Vilbergs Þráinssonar
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri Hólabæjar í gegnum fjarfund
  • Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdarstjóri Skóla í skýjunum í gegnum fjarfund
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps
  • Svanborg Guðbjörnsdóttir fyrir hönd kennara
  • Sandra Rún Björnsdóttir fyrir hönd foreldra
Fundargerð ritaði: Árný Huld Haraldsdóttir formaður m&m

Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,

8. júní 2023, kl. 10:00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.

Fundargerðin er rituð á tölvu og er 2 bls.

Mættar eru:
Árný Huld Haraldsdóttir formaður (ÁHH) - ritar fundargerð
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir varaformaður (ÁSK)
Ólafía Sigurvinsdóttir varamaður (ÓS) í fjarveru Vilbergs Þráinssonar
Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla
Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri Hólabæjar í gegnum fjarfund
Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdarstjóri Skóla í skýjunum í gegnum fjarfund
Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps
Svanborg Guðbjörnsdóttir fyrir hönd kennara
Sandra Rún Björnsdóttir fyrir hönd foreldra

 

ÁHH bauð öll velkomin. Athugað hvort athugasemdir séu við fundarboð og fundargögn. Sjá þarf til þess að varamenn geti opnað gögn ef kemur að því að boða þá til fundar. Spurt eftir öðrum málum á dagskrá, 3 mál bárust og samþykkt að taka þau fyrir á fundinum.

 

Dagskrá:

Fundargerðir:

1.  Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 29. mars 2023.

Formaður fór yfir samráðsfund með menntamálaráðuneyti sem haldinn var 7. júní.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu:

2.  Skóladagatal 2023-2024 Reykhólaskóli, leikskóladeild.

Skóladagatal leikskóladeildar 2023 – 2024 lagt fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

3.  Skóladagatal 2023 – 2024 Skóli í skýjunum.

Skóladagatal Skóla í skýjunum skólaárið 2023 – 2024 lagt fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

4.  Framkvæmdir við leikskóla.

Nefndin áréttar að leikskólavöllurinn verði kláraður áður en sumarleyfi leikskóladeildar endar. Samþykkt samhljóða.

5.  Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Lögð er fram umsókn um skólavist tveggja barna í Reykhólaskóla og samþykkt Dalabyggðar um greiðsluþátttöku.

Umsóknin er samþykkt samhljóða.

6.  Skólaakstur veturinn 2023 – 2024.

Formaður fór yfir breytingar á fjölda barna í skólabíl skólaárið 2023 – 2024. Breytingarnar kalla á fleiri sæti í skólabíl á leiðinni Gilsfjörður – Reykhólar eða aðrar úrfærslur. Formaður fór yfir þá kosti sem eru í stöðinni.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að fundin verðir lausn vegna fjölgunar barna á akstursleiðinni Gilsfjörður – Reykhólar. Samþykkt samhljóða. Nefndin fagnar fjölguninni.

7.  Skýrsla Tómstundafulltrúa.

Tómstundafulltrúi fór yfir að sumarstarfið er að hefjast, um 20 börn skráð á sumarnámskeiðin. Einnig var farið yfir skipulagningu Reykhóladaga.

Skólastjóri yfirgaf fund kl. 10.50.

8.  Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar.

Deildarstjóri fór yfir næstu daga, áætlað er að 12 nemendur verði í skólanum í haust og 14 eftir áramót.

9.  Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla.

Skólastjóri fór yfir skipulag næsta skólaár og stöðuna á stundartöflu. 32 nemendur hefja nám í haust. Anna þakkar traustið sem henni hefur verið sýnt í vetur.

10.  Skýrsla - Skóli í skýjunum

Kristrún fór yfir málefni Skóla í skýjunum. 50 nemendur munu hefja nám í haust. Hún fór einnig yfir stöðu starfsmannamála í skólanum. Skipulag skólans er nánast tilbúið. Innra mat skýrsla er tilbúin og hefur verið kynnt menntamálaráðuneytinu. Kristrún þakkar það traust sem henni hefur verið sýnt með verkefninu Skóla í skýjunum.

Önnur mál : (löglega upp borin)

11.  Mat á starfsáætlun leikskóladeildar 2022-2023.

Mat á starfsáætlun leikskóladeildar lagt fram. Deildarstjóri fór yfir matið með nefndinni.

 

 

Ekki fleira gert – fundi slitið kl. 11:18
Fundargerðin er undirrituð með rafrænum hætti.