Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

3. fundur 29. mars 2023 kl. 17:00 - 19:05 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir formaður (ÁHH) - ritar fundargerð
  • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir varaformaður (ÁSK)
  • Ólafía Sigurvinsdóttir varamaður (ÓS) í fjarveru Vilbergs Þráinssonar
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri Hólabæjar í gegnum fjarfund
  • Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdarstjóri Skóla í skýjunum í gegnum fjarfund
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps
  • Svanborg Guðbjörnsdóttir fyrir hönd kennara
  • Sandra Rún Björnsdóttir fyrir hönd foreldra
Fundargerð ritaði: Árný Huld Haraldsdóttir formaður m&m

ÁHH bauð öll velkomin. Athugað hvort athugasemdir séu við fundarboð og fundargögn. Sjá þarf til þess að varamenn geti opnað gögn ef kemur að því að boða þá til fundar. Spurt eftir öðrum málum á dagskrá, 3 mál bárust og samþykkt að taka þau fyrir á fundinum. 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 3 bls.

Dagskrá:

Fundargerðir:

1. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 1. mars 2023.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu:

2. Stundatafla eftir páskafrí Reykhólaskóli

Skólastjóri kynnir breytingu að stundatöflu eftir páskafrí, að loknu tilraunaverkefni sem stendur út marsmánuð. Skóli mun þá hefjast kl. 8:15 alla daga vikunnar. Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga lýkur skóla kl. 14:45. Miðvikudaga lýkur skóla kl. 14:00. Föstudaga lýkur skóla kl. 12:05.

Nefndin tekur vel í breytinguna. Skólastjóra falið að kynna breytingarnar fyrir skólasamfélaginu.

3. Skóladagatal 2023-2024 Reykhólaskóli

Skóladagatal fyrir veturinn 2023-2024 í Reykhólaskóla lagt fram. Skólaráð og starfsfólk hefur farið yfir dagatalið.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skóladagatalið. Samþykkt samhljóða.

4. Barnamenningarhátíð Vestfjarða

Skólastjóri fer yfir verkefnið Barnamenningarhátíðar Vestfjarða. Skemmtilegar umræður um verkefnið og ýmsar hugmyndir koma fram. Skólastjóri vinnur málið aftur.

5. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málinu frestað til næsta fundar.

6. Skýrsla Tómstundafulltrúa

Jóhanna fer yfir skýrsluna tómstundastarfs.

Verið að vinna að skipulagi sumarnámskeiða og vinnuskóla.

Mikill áhugi og eftirspurn eftir bogfimi.

Opið hús - samstarf milli skóla og tómstundastarfs gekk vel. Skipulag endurskoðað og verður gert aftur síðar.

7. Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar

Íris fer yfir skýrslu leikskóladeildar.

8. Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla

Anna Margrét fer yfir skýrslu grunnskóladeildar.

Danskennslu lokið og mikið fjör. Árshátíð á morgun og páskafrí framundan. Spennandi verkefni framundan í vor.

9. Skýrsla - Skóli í skýjunum

Kristrún fer yfir skýrslu skóla í skýjunum. Árshátíð framundan og góð stemming í skólanum. Útskriftarnemendur eru byrjaðir að vinna að lokamatsverkefnunum sínum. Ásókn í skólann og stefnir í að nemendur verði 50 næsta vetur.

Mál til kynningar:

10. Eftirfylgnibréf í kjöflar fundar með mennta- og barnamálaráðuneytinu

Bréfið kynnt fyrir nefndinni. Þeir 5 nemendur á yngsta stig sem voru skráðir í heimaskóla í skýjunum hafa verið verið skráðir úr skólanum og fluttir í heimaskóla sína. Fullt samráð hefur verið haft við sveitarfélögin við vinnslu þessa máls.

Ítarlegri skýrslu verður skilað til ráðuneytisins í maí og fyrirhugaður samráðsfundur er 8. júní.

Önnur mál :

11. Sumarfrí í Hólabæ sumarið 2023

Deildarstjóri leggur fram beiðni um breytingu á sumarlokun sumarið 2023. Þá yrði sumarlokun frá 28. júní-10.ágúst í stað 26. júní-8.ágúst. Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki breytinguna. Deildarstjóra leikskóla falið að kynna breytinguna fyrir skólasamfélaginu. Samþykkt samhljóða.

12. Verklagsreglur - leikskóladeild

Deildarstjóri leggur fram drög að verklagsreglum leikskóladeildar. Áframhaldandi vinna við reglurnar framundan.

13. Vertu með - bréf til sveitarfélaga

Bréfið kynnt fyrir nefndinni.

Ekki fleira gert – fundi slitið kl. 19:05

Fundargerðin er undirrituð með rafrænum hætti.