Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

20. fundur 01. desember 2025 kl. 13:00 - 14:35 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Vilberg Þráinsson (VÞ) formaður
  • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK)
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir (AMT) skólastjóri Reykhólaskóla í gegnum fjarfundarbúnað Marie-Suzann Zeise (MSZ)
  • Kristrún Birgisdóttir (KB) Ásgarðsskóla
  • Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir (KÝI) fulltrúi kennara
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir (ÍÓS) fulltrúi starfsfólks leikskóla
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri

Fundargerð 20. fundar

Fundur haldinn á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum, mánudaginn 1. desember 2025.

Fundur settur kl. 13:00

Nefndarfólk:

Vilberg Þráinsson (VÞ), formaður. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK). Steinunn Ó. Rasmus (SÓR) boðaði forföll og ekki tókst að boða varafulltrúa í hennar stað í tæka tíð.

Áheyrnarfulltrúar:

Anna Margrét Tómasdóttir (AMT), skólastjóri Reykhólaskóla í gegnum fjarfundarbúnað. Marie-Suzann Zeise (MSZ), tómstundafulltrúi, í gegnum fjarfundarbúnað. Kristrún Birgisdóttir (KB), fulltrúi Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir (KÝI), fulltrúi kennara. Íris Ósk Sigþórsdóttir (ÍÓS), fulltrúi starfsfólks leikskóla. Hafrós Huld Einarsdóttir (HHE), fulltrúi foreldra, boðaði forföll.

Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ), sveitarstjóri, fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og ritaði fundargerð.

Fundargerðin er rituð á tölvu og er þrjár blaðsíður.

Formaður bauð alla velkomna á fundinn, kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá var athugað hvort væru önnur mál á dagskrá og engin slík komu fram.

Dagskrá:

1.   Fundargerð 19. fundar Mennta- og menningarmálanefndar 10.11.2025

Fundargerð 19. fundar Mennta- og menningarmálanefndar frá 10.11.2025 lögð fram, þegar staðfest af þeim sem sátu fundinn.

Mál til afgreiðslu:

2.   Samræmdar dagsetningar umsókna í Grunnskóla – 2511025

Erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu dags. 17.11.2025 varðandi samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla.

Mennta- og menningamálarnefnd Reykhólahrepps samþykkir að samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla gildi fyrir skóla sveitarfélagsins, með þeim fyrirvara að taka verður tillit til aðstæðna hverju sinni sem geta kallað á að skráningar og umsóknir um skólavist gerist á öðrum tímabilum en þeim sem koma fram í innsendu erindi.

3.   Ungmennaþing 2025-2026 – 2511027

Lögð var fram tillaga um að skipa undirbúningshóps vegna Ungmennaþings Reykhólahrepps 2025-2026.

Mennta- og menningarmálanefnd samþykkir að skipa fimm manna undirbúningshóp sem mun halda utan um skipulagningu á Ungmennaþingi 2025-2026. Í hópnum verði sveitarstjóri, oddviti, tómstundafulltrúi auk tveggja fulltrúa ungmenna.

 

4.   Skólareglur Reykhólaskóla – 2511028

Drög að skólareglum Reykhólaskóla lagðar fram og ræddar. Vísað til áframhaldandi vinnu í skólaráði og kemur svo aftur til nefndarinnar til umfjöllunar.

 

5.   Viðmið og viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar - 2511029.

Drög að skólareglum Reykhólaskóla lagðar fram og ræddar. Vísað til áframhaldandi vinnu í skólaráði og kemur svo aftur til nefndarinnar til umfjöllunar.

 

6.   Skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 2509024

Lögð fram umsókn frá 1 nemenda, með lögheimili í öðrum sveitarfélögum en Reykhólahreppi, vegna skólavistar í Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum, skólaárið 20252026.

Nefndin samþykkir fyrirliggjaandi umsókn samhljóða.

Mál til kynningar:

7.    Upplýsingagjöf skólastjóra Reykhólaskóla, skólaárið 2025-2026 – 2508025

AMT fór yfir ýmis atriði vegna starfsemi Reykhólaskóla og svaraði spurningum nefndarfólks.

 

8.   Upplýsingagjöf skólastjóra Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum – 2509031

BP fór yfir ýmis atriði vegna starfsemi Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum og svaraði spurningum nefndarfólks.

 

9.   Reykhóladagar 2025 – 2508011

Málinu er frestað til næsta fundar.

 

10.   Persónuvernd og sakavottorð utanaðkomandi aðila – 2511030

Erindi frá skólastjóra Reykhólaskóla dags. 20.10.2025 varðandi persónuvernd og sakavottorð utanaðkomandi aðila.

Lagt fram og rætt.

Mennta- og menningarmálanefnd leggur áherslu á að merkingar fyrir gesti og gangandi við og í Reykhólaskóla verði bættar. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að skýrar verklagsreglur sé um ábyrgð verktaka á starfsfólki sínu er starfar í skólahúsnæði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:35.