Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

19. fundur 10. nóvember 2025 kl. 13:00 - 14:30 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Vilberg Þráinsson (VÞ) formaður
  • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK)
  • Steinunn Ó. Rasmus (SÓR)
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir (AMT) skólastjóri Reykhólaskóla
  • Marie-Suzann Zeise (MSZ) tómstundafulltrúi
  • Tinna Björk Pálsdóttir (TBP) fulltrúi Ásgarðsskóla
  • Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir (KÝI) fulltrúi kennara
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri

Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps.

19. fundur

 

Fundur haldinn á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum, mánudaginn 10. nóvember 2025.

Fundur settur kl. 13:00

Nefndarfólk:
Vilberg Þráinsson (VÞ), formaður.

Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK).

Steinunn Ó. Rasmus (SÓR).

 

Áheyrnarfulltrúar:

Anna Margrét Tómasdóttir (AMT), skólastjóri Reykhólaskóla í gegnum fjarfundarbúnað.

Marie-Suzann Zeise (MSZ), Tómstundafulltrúi.

Tinna Björk Pálsdóttir (TBP), fulltrúi Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir (KÝI), fulltrúi kennara.

Íris Ósk Sigþórsdóttir (ÍÓS), fulltrúi starfsfólks leikskóla, boðaði forföll.

Hafrós Huld Einarsdóttir (HHE), fulltrúi foreldra, boðaði forföll.


Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ), sveitarstjóri, fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og ritaði fundargerð.

 

Fundargerðin er rituð á tölvu og er þrjár blaðsíður.

 

Formaður bauð alla velkomna á fundinn, kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá var athugað hvort væru önnur mál á dagskrá og óskaði sveitarstjóri eftir því að tvö mál yrðu tekin fyrir sem 15. og 16. dagskrármál fundarins og var það samþykkt.

 

Dagskrá:

1.   Fundargerð 18. fundar Mennta- og menningarnefndar 30.09.2025

Fundargerð 18. fundar Mennta- og menningarmálanefndar frá 30.09.2025 lögð fram, þegar staðfest af þeim sem sátu fundinn.

 

Mál til afgreiðslu:

2.   Foreldrafélög, starfsemi og áherslur skólaárið 2025-2026 - 2511007

Starfsáætlanir foreldrafélaga Reykhólaskóla og Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum, lagðar fram og ræddar.

 

3.   Skóla- og foreldraráð leik- og grunnskóla skólaárið 2025-2026 – 2511007

Starfsáætlanir skóla- og foreldraráða Reykhólaskóla og Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum, lagðar fram og ræddar.

 

4.   Námsmat og námsmatsstefna 2025-2025 – 25110009

Námsmatsstefnur Reykhólaskóla og Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum, lagðar fram og ræddar.

5.   Skólanámsskrá 2025-2026 - 2522010.

Skólanámsskrár Reykhólaskóla og Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum, lagðar fram og ræddar.

6.   Skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 2509024

Lagðar fram umsóknir frá samtals 36 nemendum, með lögheimili í öðrum sveitarfélögum en Reykhólahreppi, vegna skólavistar í Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum, skólaárið 2025-2026.

Nefndin samþykkir allar fyrirliggjandi umsóknir samhljóða.

 

7.   Reglur og fyrirkomulag vegna starfsmanna skóla í námi – 2510027

Erindi frá skólastjóra Reykhólaskóla dags. 20.10.2025 varðandi reglur og fyrirkomulag vegna starfsmanna skóla í námi.

Eftir umræður á fundinum var samþykkt að skólastjóri og sveitarstjóri vinni drög að reglum sem verði lagðar fyrir nefndina.

 

Mál til kynningar:

8.   Upplýsingagjöf skólastjóra Reykhólaskóla, skólaárið 2025-2026 – 2508025

AMT fór yfir ýmis atriði vegna starfsemi Reykhólaskóla og svaraði spurningum nefndarfólks.

9.   Upplýsingagjöf skólastjóra Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum – 2509031

TBP fór yfir ýmis atriði vegna starfsemi Ásgarðsskóla, Skóla í skýjunum og svaraði spurningum nefndarfólks.

10.   Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda – 2510042

Erindi dags. 05.11.2025 varðandi verkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lýðræðislegrar þátttöku innflytjenda.

Lagt fram.

11.   Samstarf vegna landsfyrirlagnar stöðu- og framvinduprófa í lesskilningi og stærðfræði – 2510034

Erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu dags. 30.10.2025 varðandi samstarf vegna fyrirlagnar stöðu- og framvinduprófa í lesskilingi og stærðfræði.

Lagt fram

12.   Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2025– 2510032

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16.10.2026 þar sem tilkynnt er um úthlutun úr Námsgagnasjóði 2025.

Lagt fram.

13.   Syndum, landsátak í sundi – 2510026

Erindi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dags. 16.10.2025 varðandi landsátak í sundi.

Lagt fram.

14.   Frístundalæsi – 2510014

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 09.10.2025 varðandi lærdómssamfélag Frístundalæsis 2025-2026.

Lagt fram.

 

15.   Starfsáætlun Reykhólaskóla 2025-2025 – 2508024.

Stafsáætlun leikskóladeilar Reykhólaskóla, Hólabæjar, 2025-2026, lögð fram til umræðu og staðfestingar og fylgdi AMT henni eftir.

Nefndin staðfestir starfsáætlunina samhljóða.

16.   Skóladagatal 2025-2026 - 2508026

Lögð fram tillaga að breytingu á skóladagatali þannig að fullveldishátíð færist frá 27.11.2025 til 04.12.2025.

Nefndin samþykkir breytinguna samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30.