Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

18. fundur 30. september 2024 kl. 15:05 - 16:52 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK) varaformaður
  • Steinunn Ó. Rasmus (SÓR) aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir (AMT) skólastjóri Reykhólaskóla
  • Marie-Suzann Zeise (MSZ) tómstundafulltrúi
  • Kristrún Birgisdóttir (KB) Skóli í skýjunum
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir (ÍÓS) fyrir hönd starfsfólks leikskóla
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri

Fundur haldinn á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum, þriðjudaginn 30. september 2025.

Fundur settur kl. 15:05.

Nefndarfólk:
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK), varaformaður sem stýrði fundi.

Steinunn Ó. Rasmus (SÓR).

Vilberg Þráinsson boðaði forföll og ekki gafst tími til að boða varafulltrúa.

 

Áheyrnarfulltrúar:

Anna Margrét Tómasdóttir (AMT), skólastjóri Reykhólaskóla.

Marie-Suzann Zeise (MSZ), tómstundafulltrúi.

Kristrún Birgisdóttir (KB), Skóli í skýjunum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Íris Ósk Sigþórsdóttir (ÍÓS), fyrir hönd starfsfólks leikskóla.

Hafrós Huld Einarsdóttir (HHE), fulltrúi foreldra, boðaði forföll.
Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ), sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.

 

Fundargerðin er rituð á tölvu og er þrjár blaðsíður.

Formaður bauð alla velkomna á fundinn, kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá var athugað hvort væru önnur mál á dagskrá, en ekkert slíkt barst.

 

Dagskrá:

1.   Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 26. ágúst 2025.

Fundargerð fundar mennta- og menningarmálanefndar frá 26.08.2025 lögð fram, þegar staðfest af þeim sem sátu fundinn.

 

Mál til afgreiðslu:

2.   Starfsáætlun mennta- og menningarmálanefndar Reykhólahrepps – 250824

Tillaga að starfsáætlun mennta- og menningarmálanefndar 2025-2026 lögð fram til staðfestingar.

Mennta- og menningarmálanefnd samþykkir framlagða áætlun, með fyrirvara um að hún verði uppfærð í samræmi við umræður á fundinum, m.a. að fundir nefndarinnar fari fram fyrsta miðvikudag í mánuði kl 14:00 út kjörtímabilið.

MSZ vék af fundi kl. 15:30.

 

3.   Íbúar Reykhólahrepps í fjarnámi – 2509012

Erindi til mennta- og menningarmálanefndar Reykhólahrepps dags. 04.09.2025 varðandi aðstöðu fyrir nemendur frá Reykhólahreppi sem eru í fjarnámi í framhalds- og háskólum.

Nefndin leggur áherslu á að nemendum í fjarnámi verði gert kleift að fá aðstöðu til próftöku í Reykhólaskóla og telur rétt að skólastjóri beri ábyrgð vegna þess. Áhersla er lögð á að þetta fyrirkomulag verði ekki til kostnaðarauka fyrir skólann.

 

4.   Starfsáætlun Reykhólaskóla 2025-2025 – 2508024.

Starfsáætlun Reykhólaskóla 2025-2026, lögð fram til umræðu og staðfestingar og fylgdi AMT henni eftir. Fram kom að starfsáætlun leikskóladeildar verður lögð fram á næsta fundi nefndarinnar til staðfestingar.

Nefndin staðfestir starfsáætlunina samhljóða,

5.   Starfsáætlun Ásgarðsskóla, Skóli í skýjunum.

Starfsáætlun Ásgarðsskóla, Skóli í skýjunum 2025-2026, lögð fram til umræðu og staðfestingar og fylgdi KB henni eftir.

Nefndin staðfestir starfsáætlunina samhljóða.

 

Mál til kynningar:

 

6.   Húsnæði Reykhólaskóla – 2509042

Minnisblað frá sveitarstjóra dags. 28.09.2025 varðandi ábyrgð á húsnæði Reykhólaskóla lagt fram til umræðu og kynningar og fylgdi ÓÞÓ því eftir. Mál áður á dagskrá 16. fundar mennta- og menningarmálanefndar sem fór fram 24.06.2025.

Lagt fram. Nefndin er sammála innihaldi minnisblaðsins þess efnis að skólastjóri beri ábyrgð á umsjón skólahúsnæðis og það á við um allt húsnæðið.

7.   Upplýsingagjöf skólastjóra Reykhólaskóla, skólaárið 2025-2026 – 2508025

AMT fór yfir ýmis atriði vegna starfsemi Reykhólaskóla og svaraði spurningum nefndarfólks.

8.   Upplýsingagjöf skólastjóra Ásgarðsskóla, Skóli í skýjunum - 2509031

KB fór yfir ýmis atriði vegna starfsemi Ásgarðsskóla, Skóli í skýjunum og svaraði spurningum nefndarfólks.

AMT og KB viku af fundi kl. 16:30.

 

9.   Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda – 2509031

Erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 12.08.2025 þar sem mennta- og barnamálaráðherra auglýsir lausa til umsóknar styrki til að efla samstarf og nýsköpun í íslenskunámi innflytjenda.

Lagt fram.

10.   Saman tryggjum við öryggi barna – 2509021

Erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 15.09.2025 þar sem aðgerðahópur stjórnvalda um víðtækar aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna boðar til vinnufundar mánudaginn 13. október.

Mennta- og menningarmálanefnd hvetur til þess að fulltrúar úr skóla- og frístundastarfi í Reykhólahreppi sæki vinnufundinn og taki þátt í þeirri vinnu sem þar fer fram.

11.   Vorfundur Grunns 2025 - 2509005

Skýrsla frá vorfundi Grunns sem var haldinn á Höfn í Hornafirði 28.04.2025-30.04.2025.

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:52.