Mennta- og menningarmálanefnd
Fundur haldinn á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum, þriðjudaginn 26. júní 2025.
Fundur settur kl. 11:00.
Nefndarfólk:
Vilberg Þráinsson (VÞ), formaður
Steinunn Ó. Rasmus (SÓR), aðalfulltrúi
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK), aðalfulltrúi
Áheyrnarfulltrúar;
Anna Margrét Tómasdóttir (AMT), skólastjóri Reykhólaskóla
Kristrún Birgisdóttir (KB), Skóli í Skýjunum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Marie-Susann Zeise (MSZ), tómstundafulltrúi.
Íris Ósk Sigþórsdóttir (ÍÓS), fyrir hönd leikskóla.
Hafrós Huld Einarsdóttir (HHE), fulltrúi foreldrafélags sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ), sveitarstjóri, fundinn og ritaði fundargerð.
Fundargerðin er rituð á tölvu og er 3 blaðsíður.
Formaður bauð alla velkomna á fundinn, kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá var athugað hvort væru önnur mál á dagskrá, 1 mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
1. Skipurit Reykhólahrepps
Sveitarstjóri fór yfir og skýrði drög að tillögu að nýju skipuriti Reykhólahrepps.
2. Skýrsla Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum.
KB flutti munnlega skýrslu um stöðu skólans.
3. Sumarnámskeið
MSZ flutti munnlega skýrslu um stöðu sumarnámskeiða.
4. Vinnuskóli
MSZ flutti munnlega skýrslu um stöðu mála vegna vinnuskóla.
5. Starfsemi tómstundastarfs veturinn 2025-2026
MSZ fór yfir stöðu mála vegna undirbúnings tómstundastarfs veturinn 2025-2026.
6. Skipulag skólahúsnæðis
AMT vakti athygli á mikilvægi þess að fara yfir skipulag skólahúsnæðis og hvar ábyrgð á húsnæðinu liggur og hlutum þess. Nefndin er sammála um mikilvægi þess að farið verði yfir málið og ábyrgð verði skýr.
7. Erindi frá matráði
Erindr frá Ólafi Erni Sigurðarsyni, matreiðlumanni, og Önnu Margréti Tómasdóttur, skólastjóra, dags. 10.06.2025 þar sem óskað er eftir breytingu á starslýsingu og auknu stöðugildi.
Erindið verður tekið til skoðunar hjá sveitarstjóra.
8. Stundatafla veturinn 2025-2026
Skólastjóri fór yfir drög að stundatöflu fyrir veturinn 2025-2026. Nefndin samþykkti að miðað verði við að kennsla muni hefjast kl. 08:30 á skólaárinu og kennsla verði skipulögð út frá því. Mikilvægt sé að úrræði sé í boði frá tímanum 08:00 til 08:30 fyrir þau börn sem þurfa á því að halda, t.d. með því að bjóða upp á hafragraut á morgnanna. Nefndin telur jafnframt rétt að starfsemi á vegum skóla/frístundar verði lokið kl. 14:00 á föstudögum.
9. Skýrsla skólastjóra Reykhólastjóra
AMT flutti munnlega skýrslu Reykhólaskóla um starfsemi skólans.
10. Endurmat á starfsáætlun Reykhólaskóla
Endurmat á starfsáætlun Reykhólaskóla fyrir starfsárið 2024-2025 var lögð fram og rædd.
11. Frístund veturinn 2025-2026
Erindi frá Önnu Margréti Tómasdóttur, skólastjóra, dags. 19.06.2025 þar óskað er eftir því að fyrirkomulag á frístund liggi tímanlega fyrir til að auðvelda skipulag næsta veturs.
12. Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar
ÍÓS flutti munnlega skýrslu deildarstjóra Hólabæjar og fór yfir stöðu mála í leikskólastarfi.
13. Endurmat á starfsáætlun leikskóladeildar
Endurmat á starfsáætlun leikskóladeildar fyrir starfsárið 2024-2025 var lögð fram og rædd.
Önnur mál löglega borin upp:
14. Skýrsla innra mats
Skólatjóri lagði fram og skýrði innramatsskýrslu Reykhólaskóla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:20.