Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

17. fundur 26. ágúst 2025 kl. 15:15 - 16:15 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Vilberg Þráinsson (VÞ) formaður
  • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK) aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir (AMT) skólastjóri Reykhólaskóla.
  • Kristrún Birgisdóttir (KB) Skóli í Skýjunum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir (ÍÓS) fyrir hönd starfsfólks leikskóla.
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri

Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps.

17. fundur

 

Fundur haldinn á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum, þriðjudaginn 26. ágúst 2025.

Fundur settur kl. 15:15.

Nefndarfólk:
Vilberg Þráinsson (VÞ), formaður
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK), aðalfulltrúi

 

Steinunn Ó. Rasmus boðaði forföll og ekki gafst tími til að boða varafalltrúa.

 

Áheyrnarfulltrúar:

Anna Margrét Tómasdóttir (AMT), skólastjóri Reykhólaskóla.

Kristrún Birgisdóttir (KB), Skóli í Skýjunum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Íris Ósk Sigþórsdóttir (ÍÓS), fyrir hönd starfsfólks leikskóla.

Marie-Susann Zeise, tómstundafulltrúi, og Hafrós Huld Einarsdóttir, fulltrúi foreldra, boðuðu forföll.
Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ), sveitarstjóri, fundinn og ritaði fundargerð.

 

Fundargerðin er rituð á tölvu og er 3 blaðsíður.

 

Formaður bauð alla velkomna á fundinn, kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá var athugað hvort væru önnur mál á dagskrá, 1 mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

1.   Fundargerð Mennta- og menningarmálanefndar 26. júní 2025.

Fundargerð fundar Mennta- og menningarmálanefndar frá 26.06.2025 lögð fram, þegar staðfest af þeim sem sátu fundinn.

 

2.   Starfsáætlun mennta- og menningarmálanefndar 2025-2026 - 2508024

Drög að starfsáætlun mennta- og menningarmálanefndar 2025-2026 lögð fram.

 

Nefndin samþykkir að slík áætlun verði unnin fyrir nefndina og felur sveitarstjóra ásamt ráðgjafa og skólastjóra að ganga frá skjali til staðfestingar á næsta fundi nefndarinnar. Nefndin leggur áherslu á að dagsetningar funda komi fram í áætlunni.

 

 

3.   Skipurit Reykhólahrepps - 2502013

Nýtt skipurit Reykhólahrepps, samþykkt á 524. fundi sveitarstjórnar sem fór fram 20.08.2025 lagt fram. ÓÞÓ fór yfir skipuritið og skýrði það.

 

4.   Skóladagatal 2025-2026 - 2508026

Erindi frá skólastjóra Reykhólaskóla dags. 19.08.2025 þar sem óskað er eftir breytingu á skóladagatali 2025-2026 þannig að sameiginlegur starfsdagur deilda skólans færist til frá 29.09.2025 til 22.09.2025.

 

Nefndin samþykkir erindi skólastjóra og felur honum að uppfæra skóladagatal í samræmi við það.

 

5.   Upplýsingagjöf skólastjóra Reykhólaskóla, skólaárið 2025-2026 - 2508025

AMT fór yfir ýmis atriði vegna starfsemi Reykhólaskóla í upphafi skólaárs og svaraði spurningum nefndarfólks.

 

6.   Sinfó í sundi - 2508016

Erindi frá Sinfóníuhljómveit Íslands þar sem verkefnið Sinfó í sundi sem fer fram 29.08.2025 er kynnt.

 

Lagt fram.

 

7.   Reglur um innritun og útskrift nemenda úr Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum - 2508007

Auglýsing um reglur um innritun og útskrift nemenda úr Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum, frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 08.07.2025.

KB fylgdi málinu eftir og greindi ferli þess.

 

Lagt fram.

 

8.   Samningur vegna starfs dansks farkennara - 2506006

Undirritaður samningur Reykhólahrepps og Menntasviðs við Háskóla Íslands, dags. 03.06.2025, vegna starfs dansks farkennara.

 

Lagt fram.

 

 

 

 

9.   Nýtt skipulag Ráðgjafa og greiningastöðvar - 2508007

Erindi frá Ráðgjafa- og greiningarstöð (RGR) dags. 01.07.2025 þar sem nýtt skipurit stöðvarinnar er kynnt.

 

Lagt fram.

 

Önnur mál löglega borin upp:

 

10.   Skólavist utan lögheimilissveitarfélags

AMT lagði fram og fylgdi eftir tveimur umsóknum til Reykhólaskóla vegna skólavistar nemenda utan lögheimilissveitarfélags, annars vegar í grunnskóla og hins vegar í leikskóla.

 

Nefndin samþykkti báðar umsóknir fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15.