Fara í efni

Stýrihópur um hringrásarsamfélag

1. fundur 05. apríl 2023 kl. 10:00 - 11:15 Teams
Nefndarmenn
  • Pétur Friðjónsson
  • Magnús Þór Bjarnason
  • Elena Dís Víðisdóttir
  • Þorsteinn Másson
  • Tinna Rún Snorradóttir
  • Jóhann Ösp Einarsdóttir
  • María Maack
  • Kjartan Þór Ragnarsson
  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir
  • Guðrún Anna Finnbogadóttir
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Fundargerð ritaði: Kjartan Þór Ragnarsson leiðtogi

Tillögur að fundarstjóra og fundarritara lagðar fram í upphafi fundar. Samþykkt samhljóða af fundarmönnum að Jóhanna Ösp Einarsdóttir taki að sér fundarstjórn og að Kjartan Þór Ragnarsson verði fundarritari. Þar er Kjartan Þór Ragnarsson einnig kynntur fyrir öðrum fundarmönnum sem nýráðin verkefnastjóri Hringrásarsamfélags Reykhólahrepps.

Kynning fundarstjóra á efni fundarins og dagskrá.

 Fyrsta mál er skipan formanns stýrihóps. Annað mál umræða um þá spurningu sem lögð var fyrir fundarmenn fyrir upphaf fundar: ,,Hvað get ég lagt til verkefnisins?”. Þriðja mál, yfirferð á erindibréfi stýrihópsins.

1. Fyrsta mál.

Kosning formanns stýrihóps Hringrásarsamfélags Reykhólahrepps. Jóhanna Ösp Einarsdóttir býður sig fram til formanns stýrihópsins. Engin önnur framboð bárust og var Jóhanna kosin formaður með samþykki allra fundarmanna.

2.Annað mál.

Umræða um þá spurningu sem lögð var fram fyrir fundarmenn: ,,Hvað get ég lagt til verkefnisins?”

Allir fundarmenn taka til máls og svara spurningunni um það hvaða framlag þeir hafa til að bera til framgangs verkefnisins: ,,Hvað get ég lagt til verkefnisins?”.

Fyrst taka til máls í eftirfarandi röð fulltrúar stýrihóps Hringrásarsamfélagins:

María Maack: Búseta á svæðinu í tæp 10 ár og aflað sér mikillar þekkingar á tekju og nýtingu þörunga og verðmætasköpun þeirrar auðlindar. Hefur einnig þekkingu á jarðvarmakerfum og unnið skýrslur í samstarfi við Orkustofnun auk samskipta við hlutaðeigandi stofnanir, háskólasamfélagið og Reykhólahrepp.

Magnús Þór Bjarnason: Unnið að verkefninu ,,Iðngarðar að Reykhólum “og starfað að undirbúningsvinnu á nýtingarmöguleikum svæðisins.

Elena Dís Víðisdóttir: Starfar við Orkubú Vestfjarða og hefur mikla þekkingu á jarðvarmakerfum, orkumálum og nýtingarmöguleikum.

Pétur Friðjónsson: Starfar hjá Byggðastofnun og hefur þar aðgengi að sérfræðingum þróunarsviðs. Situr einnig í stjórn Þörungarverksmiðjunnar og hefur fjölþætta reynslu auk hugmyndaauðgi. Hefur einnig starfað að uppsetningu Þörungamiðstöðvar Íslands.

Þorsteinn Másson: Starfar hjá Bláma við nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna á Vestfjörðum og hefur auk þess góð tengsl við Landsvirkjun.

Tinna Rún Snorradóttir: Er menntaður iðnaðarverkfræðingur og starfar einnig hjá Bláma við þróun orkuskiptaverkefna. Hefur góða þekkingu á iðnaðaruppbyggingu og vísar þar til grænu iðngarðanna á Bakka.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir: Situr í sveitarstjórn Reykhólahrepps og kemur með pólitíska stuðning sveitarfélagsins auk tengsla. Býr yfir mikilli þekkingu á framkvæmdarmálum og ýmsum stjórnsýsluatriðum.

Næst taka til máls aðrir stuðningsaðilar stýrihópsins og verkefnis Hringrásarsamfélagsins:

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir: Er framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu og veitir stuðning þaðan auk aðgengis að sérfræðingum. Upplýsir aðra fundarmenn einnig að fyrirhugaðri ráðningu sérfræðings hja Vestfjarðarstofu sem muni halda utan um málefni umhverfis og loftlagsmála hjá stofnuninni hvers stuðningur muni nýtast verkefninu.

Guðrún Anna Finnbogadóttir: Er menntuð sem sjávartútvegsfræðingur og starfar einnig hjá Vestfjarðarstofu. Býr yfir víðtækri reynslu og sérfræðiþekkingu á málefnum verkefnisins og hefur mikinn áhuga á sjálfbærum Vestfjörðum.

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir: Er sveitastjóri Reykhólahrepps og lýsir yfir stuðningi sveitastjórnar til verkefnisns auk þess sem hún býr yfir mikilli þekkinug á málefnum verkefnisins og sveitarfélagsins.

Kjartan Þór Ragnarsson: Er m.a. menntaður lögfræðingur og hefur áður starfað að uppbyggingu rekstrar sem og verkefnastjórn til árangurs. Er lausnamiðaður og býr yfir góðri almennri þekkingu á málefnum verkefnisins auk ríkra skipulags- og samskiptahæfileika.

3. Þriðja mál.

Yfirferð á erindisbréfi stýrihópsins.

Sigríður deilir á skjá fundarmanna erindisbréf stýrihópsins og fer þar yfir atriði erindisbréfsins með fundarmönnum. Í erindisbréfinu er m.a. lagt til að Auðlindafélag Reykhólahrepps verði stofnað í tengslum við verkefnið og umgjörð sett um starfsemi þess; að komið verði á samkomulagi milli Orkubús Vestfjarða, sveitarfélags Reykhólahrepps og Þörungaverksmiðjunnar; að komið verði á skipulagi á verkefni Hringrásarsamfélagsins og iðngarða að Reykhólum. Sigríður skýrir einnig frá styrkveitingum verkefnisins og þeirri undirbúningsvinnu sem Yorth Group hefur lagt til verkefnisins og leggur til hópur hagaðila verði stofnaður í tengslum við verkefnið.

Í framhaldi af kynningu Sigríðar á erindisbréfinu áréttar fundarstjóri um mikilvægi þess að raungera verkefni Hringrásarsamfélagsins og opnar á frjálsar umræður um málefnið.

Í umræðum um erindisbréfið, markmið og þróun verkefnis Hringrásarsamfélagsins ræða fundarmenn um hvernig samskiptum við Yorth Group skuli háttað og leggur Sigríður til að Kjartan taki við ábyrgð á þeim samskiptum. Ræða fundarmenn um mikilvægi þess að finna lausn á auðlindamálum, kortlagningu og varmaorkunýtingu svæðisins og að komið verði á samráðsvettvangi til lausna milli hlutaðeigandi hagsmunaaðila sveitarfélags Reykhólahrepps, Orkubús Vestfjarða, Þörungaverksmiðjunnar þó einnig að gættum hagsmunum Saltverksmiðjunnar.

4. Önnur mál:

Umræða um glatvarma (affallsvatn).

Fundarmenn ræða um nýtingu og nýtingarheimildir á glatvarma (affallsvatni) svæðisins og mikilvægi þess að lagalegur grundvöllur eignar- og nýtingarheimilda jarðvarma að meðtöldum glatvarma verði hlýtilega kannaður og leiddur í ljós en í umræðum kom fram að Orkustofnun hafi til þessa ekki getað veitt skýr svör um eignarheimildir aðila á glatvarma (affallsvatni). Lagt er til á fundinum að Blámi og fulltrúar þess þrýsti á Orkustofnun um að veita skýr svör við því og taka aðrir fundarmenn undir það. Í umræðum er einnig áréttað mikilvægi þess að komið verði á samráðsvettvangi milli hagsmunaðila varmaorkunýtingar svæðisins til þess að finna lausn á þeim auðlindamálum. Í lok umræða um erindisbréfið fjalla fundarmenn einnig um mikilvægi annarra auðlinda svæðisins, líkt og kalda vatnsins, rafmagnsframleiðslu auk nýtinga strandsvæða.

Í framhaldi af umræðum um glatvarma eru lagðar fram tvær bókanir á fundinum:

Stýrihópur felur fulltrúum Bláma í stýrihópnum að þrýsta á Orkustofnun um að veita skýr lagaleg svör á eignarheimildum glatvarma.

Jafnframt felur stjórn fulltrúum Reykhólahrepps, Þörungaverksmiðjunnar og Orkubús Vestfjarða að koma á umræðum og samráðsvettvangi um nýtingu á glatvarma (affalsvatni) svæðisins.

Báðar bókanir eru samþykktar samhjóða.

Í lok fundar er fjallað um fyrirhugaðan íbúafund og fundarstjóri tekur stuttlega saman efnis fundarins og leggur það fyrir fundarmenn að það efni og þau gögn er varða störf stýrihópsins verði framvegis hlaðið upp á sameiginlegt svæði hópsins á Teams.

Fundi slitið kl 11:15.