Fara í efni

Aðrar hagnýtar upplýsingar

Fjölmenningasetur er með sérfræðiteymi í málefnum flóttafólks og fólk af erlendun uppruna. Það veitir faglega ráðgjöf um móttöku fólks og ýmislegt annað sem varðar félagsþjónustu og stuðning.

Fjölmenningasetur

Vinnumálastofnun heyrir undir félagsmálaráðuneytið og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

Vinnumálastofnun

Innanlandsstarf Rauða krossins er fjölbreytt, allt frá neyðarvörnum, skaðaminnkun og sálfélags stuðnings til skyndihjálpar, sölu á endurnýttum fatnaði og aðstoð við flóttafólk. Verkefnin eru framkvæmd af sjálfboðaliðum sem gera starf Rauða krossins um land allt mögulegt. 

Rauði Kross Íslands

Landsbanki Ísland er með bankaþjónustu á Reykhólum. Opið er alla miðvikudaga frá kl. 12:00 - 15.00. Í boði er öll almenn gjaldkeraþjónusta.  Starfsmaður bankans er Ásta Sjöfn Kristánsdóttir og veitir hún einnig aðstoð með rafræn skilríki. Landsbankinn er til húsa í sama húsnæði og stjórnsýsla Reykhólahrepps, að Maríutröð 5a.

Landsbanki Íslands

Rafræn skilríki

Samtök um kvennaathvarf reka tvö athvörf fyrir konur, eitt í Reykjavík og eitt á Akureyri. Bæði athvarfið í Reykjavík og á Akureyri er fyrir allar konur sem geta ekki búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Athvörfin eru fyrir allskonar konur óháð kynhneigð; konur með börn og án barna, íslenskar konur sem erlendar, transkonur og konur sem hafa ekki verið beittar líkamlegu ofbeldi. Ofbeldið getur verið alls konar og sá sem beitir því er oftast einhver nákominn, eins og maki, foreldri, systkini eða barn. Notkun áfengis eða fíkniefna er með öllu bönnuð í athvarfinu.

Kvennaathvarfið

Bjarkarhlíð