Fara í efni

Sumarstörf í Grettislaug

Reykjabraut 12
380 Reykhólahreppur

Sumarstörf í Grettislaug.

Reykhólahreppur auglýsir laus sumarstörf sundlaugavarða við sundlaugina Grettislaug á Reykhólum tímabilið júní - ágúst 2023 .

Leitað er eftir einstaklingum sem hafa náð 18 ára aldri og geta unnið sjálfstætt og hafa til að bera öryggisvitund. Starfshlutfall 80% – 100% eða eftir samkomulagi.

Starfssvið:

· Öryggisgæsla við laug og öryggiskerfum.

· Afgreiðsla og þjónusta við sundlaugargesti.

· Eftirlit með sundlaug, heitum pottum og hreinlæti.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Góð íslenskukunnátta skilyrði

· Góð samskiptahæfni

· Góðir skipulagshæfileikar

· Reynsla af þjónustustarfi er kostur.

Allir starfsmenn Grettislaugar sækja sérstakt námskeið fyrir sundlaugarverði. Launakjör eru samvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskara sveitarfélaga.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps í síma 430-3200 eða á netfanginu sveitarstjori@reykholar.is 

Umsóknarfrestur er til og með 5.maí 2023 og umsóknir skulu berast á netfangið sveitarstjori@reykholar.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.