Fara í efni

Starfskraftur í áhaldahús

Maríutröð
380 Reykhólahreppur

Reykhólahreppur auglýsir eftir að ráða öflugan einstakling í teymi áhaldahúss.

Leitað er eftir einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, samskiptafærni, með gott verkvit og er sjálfstæður í vinnubrögðum. Viðkomandi verður hluti af viðhaldsteymi sem sinnir fasteignum sveitarfélagsins og öðrum tilfallandi verkefnum hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða 100% starf.

Starfssvið:

· Náin samvinna við umsjónarmann fasteigna.

· Umhirða og almennt viðhald á fasteignum sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Iðnmenntun sem nýtist í starfi eða reynsla af sambærilegum verkefnum.

· Geta til að vinna í teymi og sjálfstætt. · Fagleg vinnubrögð. · Góð samskiptafærni.

· Tölvukunnátta kostur.

· Ökuréttindi skilyrði.

· Vinnuvélaréttindi og aukin ökuréttindi kostur.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps í síma 430-3200 eða á netfanginu sveitarstjori@reykholahreppur.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2023 og umsóknir skulu berast á netfangið sveitarstjori@reykholar.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.