Fara í efni

Reykhólaskóli auglýsir eftir kennurum og deildarstjóra Reykhólaskóla

Laus störf við Reykhólaskóla skólaárið 2025-2026

  • Grunnskólakennari
  • Leikskólakennari
  • Sérkennari
  • Deildarstjóri Reykhólaskóla
  • Tónlistarkennari
  • Starfsfólk í ræstingu


Menntunar- og hæfniskröfur kennara

  • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum.
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum.
  • Reglusemi og samviskusemi.
  • Góð íslenskukunnátta.

Fríðindi í starfi

  • Metnaðarfullt starfsumhverfi
  • Flutningstyrkur
  • Árskort í Grettislaug Reykhólum

Við leitum að kennurum sem hafa brennandi áhuga á uppeldi og menntun barna. Skólinn er vel búin helstu námsgögnum og tækjum, staðsettur í fallegu og náttúruríku umhverfi þar sem tækifæri gefast til að hafa áhrif á skólastarfið og efla m.a. útikennslu og tengjast umhverfinu á skapandi hátt.

Leiðarljós leikskólans eru: Vilji er vegur og gildi skólastefnu Reykhólahrepps eru vellíðan, samvinna, kjarkur.

Reykhólahreppur skartar friðsælu og stórkostlegu umhverfi, þar sem fjölbreytt tækifæri eru á að stunda útvist. Góð þjónusta er við barnafjölskyldur, m.a. frítt frístunda- og tómstundastarf og hafa öll börn aðgang að ókeypis 6 tíma leikskóladvöl á dag.

Á Reykhólum er verið að byggja þrjú ný raðhús. Möguleiki á að fá leigt húsnæði á hagkvæmu verði. Jafnlangt í akstri til Ísafjarðar, Reykjavíkur og í Skagafjörðinn.

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Reykhólar er sveitarfélag með um 240 íbúa og þar af býr um helmingur þeirra í þéttbýlinu á Reykhólum.

Bent er á að samkvæmt lögum þurfa umsækjendur að samþykkja heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá. Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Tilgreinið í umsókn um hvaða starf er sótt um, umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.

Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2025, en tónlistarkennara frá 1. janúar 2026

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2025.

Ennfremur vantar starfsfólk í ræstingu,

Starfsmann vantar í fullt starf við ræstingu í Reykhólaskóla í sameinaðan leik- og grunnskóla frá og með 1. ágúst næstkomandi, það kemur til greina að fleiri skipti á milli sín starfinu.

Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla á netfangið skolastjori@reykholar.is eða í síma 434-7731. Ferilskrá og umsókn sendist á skólastjóra. www.reykholaskoli.is