Fara í efni

Leikskólakennara vantar í Hólabæ

Leikskólakennara vantar í Hólabæ

Áhugasamir hafi sambandi við skólastjóra á skolastjori@reykholar.is og s. 434-7731

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni

Uppeldi og menntun: Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.

Stjórnun og skipulagning:

Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.

Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.

Foreldrasamvinna:

Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.

Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.

Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.

Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.