Fara í efni

Sumarnámskeið

Tómstundastarf

Þá er komið að skráningu á sumarnámskeið. Fyrri lotan fer fram 13.-22. Júní og seinni lotan 10.-18. Ágúst (að frátöldum helgum. Meðfylgjandi eru drög af dagsfyrirkomulagi sem getur þó tekið minniháttar breytingum. 

Verð á námskeiðið er 15.000 krónur fyrir allt námskeiðið eða 1000 krónur dagurinn. Hægt er að skrá í mötuneyti og gjald þar er skv. verðskrá Reykhólahrepps. 

Við minnum á tómstunda styrkinn sem er hægt að sækja á skrifstofu Reykhólahrepps.

Akstur barna í dreifbýli verður með sama sniði og undanfarin ár. 

Skráning á netfangi: johanna@reykholar.is

Mikilvægt að fram komi:

Nafn barns

Nafn og kennitala greiðanda

Dagar sem barnið tekur þátt

Einnig þarf að skrá sérstaklega ef barn þarf akstur úr dreifbýli og ef það á að vera í mat í mötuneyti.

 

Dagskrárliðir: 

Umhverfi og útilíf:

Farið í fjöruferð, náttúran rannsökuð, pödduskoðun, útileikir, útieldun, eldfæri, heimsóknir, smíði og margt fleira :) Fjölbreytt verkefni.

 

Hestar: 

Lært að umgangast dýrin, reiðmennska og sjálfstæð vinnubrögð. Allt miðað að reynslu og stöðu þátttakenda. Sérstaklega reynt að passa að börnin séu ekki sett í aðstæður sem þau ráða ekki við. Hver á sínum hraða.

 

Bogfimi:

Fjölbreyttar æfingar með leikjum og verkefnum. Bæði utandyra og innandyra, eftir veðri. 

 

Íþróttagrein dagsins: 

Passað að börnin fái daglega hreyfingu og kynningu á nokkrum íþróttagreinum. Fjölbreytt og skemmtilegt.

 

Að auki er ýmislegt til afþreyingar, listsköpun, valsmiðjur, föndur, handverk, spil og margt fleira. 

 

Öll börn eru velkomin á námskeiðið, en þó er mikilvægt að hafa í huga að barn sem þarf sérstakan stuðning í skóla eða leikskóla þarf líka sérstakan stuðning á sumarnámskeið. 

 

Við viljum helst að börnin taki þátt í öllu sem er í boði en þó er að sjálfsögðu leyfilegt að horfa á eftir að þau hafa athugað hvort þeim finnist kannski bara skemmtilegra að taka þátt :) Við reynum að hafa sem fjölbreyttust verkefni til að ná til sem flestra. Og þó einhvern langi kannski ekki til dæmis á hestbak, getur maður lært ótal margt á því að vera með hópnum sínum eða verið aðstoðarmenn :) En hinsvegar þvingum við engan til þátttöku og finnum þá bara önnur verkefni.