Fara í efni

Reykhólahreppur árið 2030?

Stjórnsýsla

Reykhólahreppur árið 2030?

Súpufundur með íbúum

Bakka-búðin, Reykhólum

Fimmtudagurinn 27. nóvember 2025

 

Reykhólahreppur boðar til samtalsfundar með íbúum sveitarfélagsins til að ræða stöðu og framtíð sveitarfélagsins. Meðal þeirra spurninga sem verður velt upp eru:

  • Hvernig mun reksturinn þróast næstu árin?
  • Hvernig sjáum við hlutverk sveitarfélagsins?
  • Eru einhverjar flækjur í starfsumhverfi sveitarfélagsins?
  • Hvernig er umhverfi sveitarfélaga að breytast?
  • Hvaða svigrúm er til framkvæmda og fjárfestinga?
  • Á að sameinast og þá hvert, eða á bara að setja svoleiðis pælingar aftur upp á hillu og er það hægt?

 

Húsið opnar kl. 19:00 og fundur hefst kl. 19:30. Boðið verður upp á súpu, heitt verður á könnunni og barinn opinn að loknum fundi.

 

Ólafur Þór Ólafsson,

sveitarstjóri Reykhólahrepps