530. sveitarstjórnarfundur
Sveitarstjórn Reykhólahrepps,
fundarboð 530. fundar
Boðað er til 530. fundar sveitarstjórnar Reykhólahrepps sem fer fram miðvikudaginn 14. janúar 2026. Fundurinn fer fram á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum og hefst kl. 16:00.
Dagskrá:
1. 528. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 12.11.2025 og 529. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 15.12.2025.
Mál til afgreiðslu:
2. 2510016 Tilnefningar í Farsældarráð Vestfjarða
Tilnefningar sveitarfélaga í Farsældarráð Vestfjarða og stjórn ráðsins, sbr. erindi frá verkefnastjóra Farsældarráðs Vestfjarða dags. 26.11.2025. Mál áður á dagskrá á 528. fundi sveitarstjórnar þar sem sveitarstjóra og tilnefndum fulltrúa var falið að vinna að öðrum tilnefningum fyrir hönd sveitarfélagsins í ráðið.
3. 2512019 Samræmd móttaka og inngilding íbúa af erlendum uppruna hjá
sveitarfélögum á Vestfjörðum
Stefna um samræmda móttöku og inngildingu íbúa af erlendum uppruna hjá sveitarfélaga á Vestfjörðum, unnin af Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða. Lagt fram til afgreiðslu.
4. 2601006 Eftirfylgni við eftirlitskönnun 2025.
Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands dags. 07.01.2026 þar sem fylgt er eftir eftirlitskönnun sem safnið framkvæmdi í febrúar 2025 á skjalavörslu og skjalastjórn hjá Reykhólahreppi. Í erindinu koma fram tilmæli um nauðsynlegar úrbætur til að sveitarfélagið hlíti lögum og reglum um skjalavörslu og skjalastjórn.
Mál til kynningar:
5. 2512015 Skólahreysti 2026.
Erindi frá Hreystismiðjunni ehf. dags. í desember 2025 varðandi Skólahreysti 2026.
6. 2512021 Ósk um upplýsingar og gögn vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins
Erindi frá Samkeppniseftirlitinu dags. 17.12.2025 þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum vegna rannsóknar eftirlitsins á því hvort Terra umhverfisþjónusta hf. og Kubbur ehf. hafi brotið gegn banni 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins með ólögmætu samráði ítengslum við úrgangsþjónustu, s.s. við útboð sveitarfélaga og með markaðsskiptingu eftir svæðum og viðskiptavinum.
7. 2512028 Breyting á 4. grein fylgiskjals I við reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga
Erindi frá Innviðaráðuneytinu dags. 22.12.2025 þar sem vakin er athygli á því að reglugerð um breytingu á 4. gr. í fylgiskjali I með reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjórhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga verði send til birtingar í Stjórnartíðindum á næstu dögum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu hennar og skal gilda um reikningsár sem hefst 1.janúar 2026. Gert er ráð fyrir að reglugerðin verði birt snemma í janúar 2026.
8. 2512009 Sólmyrkvi 12. ágúst 2026, fundarpunktar starfshóps
Punktar frá 1. fundi starfhóps sveitarfélaga á Vestfjörðum vegna sólmyrkva 12. ágúst 2026 sem fór fram 10.11.2025.
9. 2512022 Breiðafjarðarnefnd, fundargerðir
Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar nr. 229 sem fór fram 04.02.2025, nr. 230 sem fór fram 04.03.2025, nr. 231 sem fór fram 20.03.2025, nr. 232 sem fór fram 09.04.2025, nr. 233 sem fór fram 23.05.2025, nr. 234 sem fór fram 13.06.2025, nr. 235 sem fór fram 04.07.2025, nr. 236 sem fór fram 18.08.2025, nr. 237 sem fór fram 29.10.2025 og nr. 238 sem fór fram 20.11.2025.
10. 2508019 Fjórðungsþing að hausti, fundargerð.
Þinggerð 70. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti, sem fór fram í Hnífsdal 16.09.2025-17.09.2025.
Önnur mál löglega upp borin (ef einhver eru):
Reykhólum 10. janúar 2026,
Ólafur Þór Ólafsson
sveitarstjóri