Fara í efni

Félag eldri borgara

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi

Haust 2023

 

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stendur fyrir fjölbreyttu félagsstarfi í þessum tveimur sveitarfélögum.

NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR!

Send verður út ný dagskrá í janúar, sem verður fyrir starfið í janúar til apríl.

Hvetjum 60 ára+ og aðstandendur að gerast meðlimir að Facebook hóp félagsins sem heitir:
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. <— smellið hér

Unnið er að því að finna sal fyrir starfið, þess vegna eru sumir viðburðir ekki með auglýsta staðsetningu.

Hægt að hafa samband við tómstundafulltrúa Dalabyggðar ef fólk vill fá frekari upplýsingar: Jón Egill 867-5604

Mánudagar

Gönguhópurinn Stormur Dalabyggð gengur rösklega frá Rauða kross húsinu kl.10:30 á mánudögum og föstudögum. Gangan endar svo í kaffi og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni á mánudögum.
Lína er með ræktartíma í Dalabyggð fyrir 60 ára+ kl.11:30.

Miðvikudagar

Lína er með ræktartíma í Dalabyggð fyrir 60 ára+ kl.11:00

Fimmtudagar

Dagskrá hér neðar.

Föstudagar

Gönguhópurinn Stormur Dalabyggð gengur rösklega frá Rauða kross húsinu kl.10:30 og endar þar í kaffisopa.

Dagskrá á fimmtudögum:

5.október.

Félagsvist í Tjarnarlundi, kl.13:30
Lagt er af stað frá Silfurtúni kl.13:00 þegar farið verður í Tjarnarlund.

26.október.

Bingó á Barmahlíð Reykhólum, lagt af stað á einkabílum frá Silfurtúni kl.13:00

9.nóvember.

Valdís Einarsdóttir með viðburð kl.13:30, staðsetning auglýst síðar.

23.nóvember.

Félagsvist kl.13:30, staðsetning auglýst síðar.

14.desember.

Bingó á Silfurtúni kl.14:00. Jólastemning og söngur.

 
MIKILVÆGT ER AÐ FÓLK LÁTI VITA EF ÞAÐ VILL KOMA MEÐ Í FERÐIR OG ÞARF FAR. ÞÁ SKAL HRINGJA Í JÓN EGIL Í SÍMA 867 5604.

Athugið að öll dagskrá hér er birt með fyrirvara um breytingar.

 

Félag eldri borgara vill líka koma því á framfæri að vinna er hafin í að skipuleggja ferð á tónleika á vormánuðum og vinna hafin í skipulagningu sumarferðarinnar 2024.

Þar er stefnt á að fara á slóðir Guðrúnar frá Lundi. Þessi ferð í Skagafjörðinn yrði tveir dagar og ein nótt í gistingu. Finnbogi Jónsson er forustu maður í skipulagningu þessarar ferðar og verður hún kynnt eftir áramót.