Starfsmannastefna

Starfsmannastefna

Endurskoðun á starfsmannastefnu fór fram skólaárið 2017-2018.

Stefna:  

Markmiðið með starfsmannastefnunni er að Reykhólaskóli hafi alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta tryggt nauðsynlegt frumkvæði í störfum, veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum sveitarfélagsins. Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi.

Framkvæmd:

Hvernig vitum við að starfsmannastefnan virkar í framkvæmd?


Að taka vel á móti nýju starfsfólki með því að:

Tryggja að starfs­fólk fái allar nauðsynlegar upplýsingar og kynningu á vinnustaðnum strax sem byggir á móttökuáætlun nýrra starfsmanna.

Ábyrgð: Skólastjóri


Að gera starfsfólki kleift að þróast í starfi með því að:

Tryggja að starfsfólk hafi aðgang að námskeiðum og sveigjanleika til þess að komast á námskeið við hæfi. Sjá nánar í starfsþróunaráætlun.


Að stuðla að því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi  séu til fyrirmyndar með því að;

Gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (skv. lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980) og framfylgi henni. Öryggisáætlun Reykhólaskóla er í vinnslu og verður tilbúin haustið 2019.

Ábyrgð: Stjórnendur, trúnaðarmenn.


Að undirbúa starfslok vandlega með því að:

Eiga starfslokasamtöl við starfsfólk til að tryggja að starfsþekking haldist innan vinnustaðarins og greina ástæður þess að starfsfólk hættir

Ábyrgð: Skólastjóri


Að ráða hæft og metnaðarfullt starfsfólk með því að:

Auglýsa öll störf nema þegar um er að ræða tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi og fara eftir þeim reglum sem gilda um réttindi starfsmanna hverju sinni.

Ábyrgð: Skólastjóri


Að vinna markvisst að jafnrétti kynjanna með því að:

Fara eftir jafnréttisáætlun Reykhólaskóla.

Ábyrgð: Skólastjóri


Að sjá um að starfsmannasamtöl fari fram á hverju vori:

  • Tryggja tíma í fundaráætlun skólans fyrir starfsmannaviðtöl á hverju vori.
  • Starfsmannasamtal fer fram milli stjórnenda og starfsmanns um starf, frammistöðu, starfsþróun
  • og framtíðaráætlanir starfsmanns. Starfsmannasamtöl eru hluti af frammistöðumatsferli.
  • Í samtalinu setja stjórnandi og starfsmaður í  sameiningu áframhaldandi markmið og leiðir til að
  • efla styrkleika einstaklinga í núverandi starfi eða skoða hvort annars konar starf henti betur.
  • Metin er þörf fyrir þjálfun og endurmenntun í samræmi við starfslýsingu og gerðar tillögur að
  • breytingum. Starfsmannasamtöl er ekki vettvangur til að ræða launakjör, þó umræða um launakjör geti átt sér stað í kjölfar starfsmannasamtala og mats á frammistöðu starfsfólks. Í Starfsþróunarsamtali er lagður grunnur að vinnutíma hvers kennara.

Miðað er við að tímasett framkvæmd vinnumats geti verið með eftirfarandi hætti:

Janúar-mars: starfsmannasamtöl

Apríl: forsendur vinnumats  

Maí: drög að vinnumati fyrir einstaka kennara

Maí: áætlun um starfsþróun  júní: samkomulag gert um vinnumat


Ábyrgð: Skólastjóri


Almennar skyldur og réttindi starfsmanna

Að kynna nýjan starfsmann fyrir trúnaðarmönnum og halda starfsmanninum eins upplýstum og mögulegt eru um réttindi sín og skyldur.

Ábyrgð: Skólastjóri

Eftirfylgni/Aðgerðir

Til að tryggja eftirfylgni með starfsmannastefnunni:

Að kanna reglulega starfsánægju og starfsumhverfi samkvæmt sjálfsmatsáætlun skólans.  


Að endurskoða reglulega  starfsmannastefnu Leik- og grunnskóla Reykhóla og bregðast við breytingum.

 

Uppfært 2018 september


Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón