Starfsmannastefna
Endurskoðun á starfsmannastefnu fór fram skólaárið 2017-2018. Markmiðið með starfsmannastefnunni er að Reykhólaskóli hafi alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta tryggt nauðsynlegt frumkvæði í störfum, veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum sveitarfélagsins. Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Hvernig vitum við að starfsmannastefnan virkar í framkvæmd? Að taka vel á móti nýju starfsfólki með því að: Tryggja að starfsfólk fái allar nauðsynlegar upplýsingar og kynningu á vinnustaðnum strax sem byggir á móttökuáætlun nýrra starfsmanna. Ábyrgð: Skólastjóri Að gera starfsfólki kleift að þróast í starfi með því að: Tryggja að starfsfólk hafi aðgang að námskeiðum og sveigjanleika til þess að komast á námskeið við hæfi. Sjá nánar í starfsþróunaráætlun. Að stuðla að því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi séu til fyrirmyndar með því að; Gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (skv. lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980) og framfylgi henni. Öryggisáætlun Reykhólaskóla er í vinnslu og verður tilbúin haustið 2019. Ábyrgð: Stjórnendur, trúnaðarmenn. Að undirbúa starfslok vandlega með því að: Eiga starfslokasamtöl við starfsfólk til að tryggja að starfsþekking haldist innan vinnustaðarins og greina ástæður þess að starfsfólk hættir Ábyrgð: Skólastjóri Að ráða hæft og metnaðarfullt starfsfólk með því að: Auglýsa öll störf nema þegar um er að ræða tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi og fara eftir þeim reglum sem gilda um réttindi starfsmanna hverju sinni. Ábyrgð: Skólastjóri Að vinna markvisst að jafnrétti kynjanna með því að: Fara eftir jafnréttisáætlun Reykhólaskóla. Ábyrgð: Skólastjóri Að sjá um að starfsmannasamtöl fari fram á hverju vori: Miðað er við að tímasett framkvæmd vinnumats geti verið með eftirfarandi hætti: Janúar-mars: starfsmannasamtöl Apríl: forsendur vinnumats Maí: drög að vinnumati fyrir einstaka kennara Maí: áætlun um starfsþróun júní: samkomulag gert um vinnumat Ábyrgð: Skólastjóri Almennar skyldur og réttindi starfsmanna Að kynna nýjan starfsmann fyrir trúnaðarmönnum og halda starfsmanninum eins upplýstum og mögulegt eru um réttindi sín og skyldur. Ábyrgð: Skólastjóri Til að tryggja eftirfylgni með starfsmannastefnunni: Að kanna reglulega starfsánægju og starfsumhverfi samkvæmt sjálfsmatsáætlun skólans. Að endurskoða reglulega starfsmannastefnu Leik- og grunnskóla Reykhóla og bregðast við breytingum. Uppfært 2018 septemberStarfsmannastefna
Stefna:
Framkvæmd:
Eftirfylgni/Aðgerðir