Skólareglur

 

Skólareglur - Reykhólaskóli

Endurskoðun, kynning og endurbætur fóru fram skólaárið 2022-2023. Áætluð endurskoðun fer fram haustið 2024.

 

Skólareglur Reykhólaskóla gilda fyrir alla aðila sem að skólastarfinu koma og alls staðar þar sem þeir eru á vegum skólans.

 

Almennar skólareglur

Minnumst þess að skólinn er vinnustaður þar sem öllum á að líða vel.

1. Verum stundvís – nýtum tímann vel

2. Mætum með viðeigandi námsgögn

3. Verum kurteis og tillitssöm – ekki særa aðra

4. Göngum vel um skólann og umhverfi hans – alltaf

5. Komum vel fram við alla – þá líður öllum vel

6. Göngum hljóðlega um – svo allir fái vinnufrið

7. Förum vel með eigur skólans, okkar eigin og annarra

8. Borðum hollan mat í skólanum – okkar vegna

9. Geymum símann ofan í tösku - svo hann trufli ekki

10. Komum úthvíld í skólann - þá er auðveldara að læra

 

 

Námið

Við mætum stundvíslega, vel undirbúin með þau gögn sem nota skal. Við skulum vinna eins vel og við getum.

Samskipti

Skólinn er vinnustaður okkar allra, hver nemandi og starfsmaður á rétt á því að fá frið við leik og störf. Samskipti skulu einkennast af gagnkvæmri virðingu og vinsemd.

Heilbrigði

Við tileinkum okkur hollar lífsvenjur. Notkun sælgætis, tyggjós og gosdrykkja er óheimil á skólatíma, nema í undantekningartilvikum með leyfi. Notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð. Góður svefn, hreyfing og hollt mataræði er forsenda árangurs og vellíðunar í skóla.

Skólalóðin

Nemendur yfirgefa ekki skólalóðina á skólatíma án leyfis. Við göngum um skólalóðina okkar af virðingu. Nemendur eru á ábyrgð foreldra utan skólalóðar bæði í og úr skóla nema um skólaakstur sé að ræða.

Ábyrgð

Við berum ábyrgð á eigin framkomu. Munum að skólinn ber ekki ábyrgð á persónulegum verðmætum sem komið er með í skólann. Óheimilt er að koma með í skólann þau tæki og tól sem geta valdið skaða.

Umgengni

Góð umgengni er í hávegum höfð í Reykhólaskóla. Við göngum vel um skólann og berum virðingu fyrir eigum hans og hvers annars. Við röðum skóm, göngum frá útifatnaði og hirðum vel um námsbækur og önnur gögn.

 

 

Ástundun

Nemendur skulu mæta stundvíslega í alla tíma. Það er mat skólans að mæting, heimanám og það að koma með rétt námsgögn í skólann sé fyrst og fremst á ábyrgð foreldra yngri barna, þ.e. 1.-4. bekkur. Nemendur fá seint ef þau mæta eftir að tími hefst. Nemendur fá fjarvist ef þau mæta þegar 15 mínútur eru liðnar af tímanum, mæta ekki eða ef þau sofa í tímanum.  

  • Ef nemendur eru með leyfi í íþróttum eiga þeir að bíða á bekknum í íþróttasalnum. 

  • Ef nemendur eru með leyfi í sundi eiga þeir að fara inn í tíma með öðrum hóp og leysa sérstök verkefni. 

  • Sé nemandi með leyfi í útikennslu skal hann vera hjá starfsmanni skólans og leysa sérstök verkefni.

 

Símar og snjalltæki

Símar eiga alltaf að vera í skólatöskum og slökkt á þeim. Síminn á að vera í skólatöskum á meðan borðað er, á leið á milli kennslustaða og þegar farið er á salerni. Það má ekki nota síma í matsal, gangi eða anddyrum. Stranglega bannað er að taka myndir eða myndbönd og deila á samfélagsmiðlum.

 Undantekningar:

  1. Ef kennari leyfir símanotkun í námslegum tilgangi.

  2. Nemendur í 8.-10. bekk hafa leyfi til að nota síma í hádegishléi og stuttu frímínútunum í sinni kennslustofu.

1. brot – Starfsmaður fer með símann fram á skrifstofu og nemandi má sækja hann þangað í lok dags – foreldrar fá orðsendingu. Ef það verða mótbárur koma foreldrar á fund næsta morgun þar sem farið er yfir reglur. 

2. brot – Starfsmaður fer með símann á skrifstofu og foreldrar sækja símann í lok dags og farið yfir stöðuna. 

Ferðir

Í ferðalögum og á skemmtunum skólans eru allar reglur skólans í fullu gildi, nema annað sé tekið fram.

 

Flokkar agabrota

Reykhólaskóli hefur sett upp viðmið um alvarleika agabrota. Agabrot eru flokkuð í þrjá flokka; gulan, appelsínugulan og rauðan. Flokkarnir eru ekki endanlegt yfirlit yfir agabrot en hjálpa til við að greina alvarleika brota og bregðast við þeim samkvæmt því.

 

 

Starfsreglur

  1. Við fyrsta minniháttar/gult brot fær nemandi tiltal hjá viðkomandi starfsmanni. 

  2. Láti nemandi sér ekki segjast er hann áminntur og brotið skráð í Mentor af umsjónarkennara eða stjórnanda.

  3. Láti nemandi sér enn ekki segjast eða brotið er appelsínugult eða rautt má vísa honum úr tíma eða af vettvangi og er þá foreldrum ávallt gert viðvart af umsjónarkennara eða skólastjórnanda. Nemanda sem vísað hefur verið úr kennslustund er ávallt í umsjón starfsmanns. Framvinda máls skráð í Mentor.

  4. Virði nemandinn regluna alls ekki þrátt fyrir ofangreind þrep, eða brot hans er mjög alvarlegt, er honum vísað beint til skólastjóra sem ákveður frekari aðgerðir og er foreldrum gert viðvart. Framvinda máls skráð í Mentor.

 

  • Annað starfsfólk og skólabílstjórar komi upplýsingum um brot til umsjónarkennara svo þeir geti skráð brotið.

  • Við alvarleg og ítrekuð brot á skólareglum getur þurft að grípa til tímabundinnar brottvísunar úr skóla, brottvísunar úr einstökum greinum eða brottvísunar um lengri tíma meðan leitað er úrlausnar mála. Um brottvísun úr einstökum greinum eða brottvísunar í lengri tíma en nemur einum skóladegi gilda ákvæði stjórnsýslulaga.

  • Þar sem viðbrögð við brotum á agareglum eru samvinnuverkefni foreldra/forráðamanna og skóla væntir Reykhólaskóli þess að foreldrar/forráðamenn verði í góðu samstarfi með að framfylgja skólareglum og viðurlögum við þeim.

  • Við meðferð agabrota er varða landslög er lögreglu og félagsmálayfirvöldum gert viðvart eftir atvikum.

 

Almenn viðbrögð við agavandamálum

Umsjónarkennari ræðir við nemendahópinn sinn um skólareglur og umgengni og gerir hópinn samábyrgan fyrir góðum bekkjaranda og hvetjandi námsumhverfi. Skólareglur og bekkjarreglur skulu vera sýnilegar á veggjum í hverju rými. Hver kennari tekur á agamálum hjá sínum nemendum og lætur umsjónarkennara vita af hegðunarvandkvæðum ef hann telur þörf á því.



 

 

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón