Sýn og stefna - Áherslur í skólastarfi

Einkunnarorð skólans eru:

 

Vilji er vegur

 

Hlutverk

Reykhólaskóli er sameinaður leik- grunn- og tónlistarskóli. Skólinn hefur það hlutverk að veita menntun eins og hún gerist best á hverjum tíma, að vellíðan, jákvæðni, stuðningur og vingjarnleiki einkenni öll samskipti.

 

Sýn skólans/stefna

Starfsfólk skólans í samvinnu við nemendur og foreldra vilja að í daglegu starfi skólans sé stefnt að því að:

 

 • Að öllum líði vel í skólanum.

 • Að efla viljan og kjarkinn með hvatningu.

 • Jákvæðni sé ávallt höfð að leiðarljósi

 • Að efla samvinnu og vellíðan.

 • Að allir hafi þrautsegju og kjark til að láta drauma sína rætast og vinna saman að því að nemendur geri ávallt sitt besta og láti gott af sér leiða með verkum sínum

 • Við höfum tækifæri til að gera það með fjölbreyttum kennsluháttum og metnaðarfullum starfsháttum. Þannig fái allir nám við hæfi.

Framtíðarsýn

Það er metnaðarmál Reykhólaskóla að skólastarfið skari framúr og að samfélagið allt styðji við starfið með sýnilegum hætti. Reykhólaskóli verði heildstæður heilsueflandi skóli þar sem lögð er áhersla á útikennslu og stolt á nærliggjandi umhverfi. Allt kapp sé lagt á að koma til móts við þarfir nemenda með bóklegu og eða verklegu námi og náð til barna svo að þau geti skarað fram úr hvert á sínu sviði. Tækni sé eðlilegur og sjálfsagður þáttur af skólastarfinu.

 

Áherslur í skólastarfi

Reykhólaskóli er sameinaður leik- og grunnskóli og er stefnt að því að auka samskipti milli deildana þannig að flæðið á milli leik- og grunnskóla verði markvisst. Nemendur í skólahóp leikskóladeildar koma reglulega í kennslu í grunnskólann og yngstu nemendur grunnskóladeildar fara reglulega í heimsókn í leikskóladeild

 

Hlutverk

Hlutverk Reykhólaskóla í skipulagðri samvinnu við heimilin og samfélagið, er að:

 • Stuðla að vellíðan, alhliða þroska og heilbrigði nemenda.

 • Veita nemendum tækifæri til alhliða menntunar, bæði hugar og handa.

 • Efla gagnrýna hugsun nemenda, lífsgleði og jákvæða sjálfsmynd

 • Undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi, ,með sjálfstraust og áræðni til að hafa áhrif á þróun samfélagsins.

 

Einkunnarorð

Einkunnarorð skólans eru Vilji er vegur. Þessi einkunnarorð lýsa því sem skólinn væntir af nemendum sínum, að leggja sig fram, leggja metnað og alúð í öll verkefni sem þarf að leysa eru þeim allir vegir færir.

 

Gildi

Við:

 • Berum virðingu fyrir sjálfum okkur, öðrum og umhverfinu.

 • Tökum ábyrð á því sem við gerum og segjum.

 • Ástundum heiðarleg og réttlát samskipti, byggð á gagnkvæmu trausti.

 • Göngum með gleði og jákvæðu hugarfari til leiks og starfs.

 • Stöndum saman og vinnum saman.

 • Sýnum umburðarlyndir og kærleika.

 • Erum metnaðarfull, skipulögð og öguð í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.

 • Gætum trúnaðar í málefnum annarra.

 • Hvetum alla til heilbrigðs lífernis.

 

 

Sýn og stefna Reykhólaskóla var endurskoðuð þann 5. apríl 2018. Drög að nýrri skólastefnu sveitarfélagsins var lögð til grundvallar.

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón