Skólanámskrá Reykhólaskóla

Skólanámskrá Reykhólaskóla veturinn 2021-2022 er að finna hér

Skálanámskrá/starfsáætlun

Skólanámskrá Reykhólaskóla er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla sem er ígildi reglugerðar.  Aðalnámskrá segir til um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Skólanámskrá er svo ætlað að lýsa skólastarfi hvers skóla, sérkennum hans, sérstöðu og staðbundnum aðstæðum. Hér áður fyrr var skólanámskrá gefin út í einu riti og afhent foreldrum eða gerð aðgengileg í bókarformi á vefsíðum skólanna. Í Reykhólaskóla lítum við á vefsíðu skólans sem ígildi skólanámskrár og starfsáætlunar og setjum allar upplýsingar um skólastarfið á hana.  

Það er vert að taka það fram að hugtökin starfsáætlun og skólanámskrá renna oft í eitt hjá okkur.

 

Skólanámskrá er í sífelldri endurskoðun en að þessu sinni er skólanámskrá grunnskóladeildar í gagngerri endurskoðun. Fyrr á árinu var stefna sveitarfélagsins endurskoðuð og þar á eftir stefna Reykhólaskóla. Í kjölfarið var farið í vinnu við að skilgreina hvernig grunnþættir birtast almennt í skólastarfi Reykhólaskóla - bæði í leik- og grunnskóla. Þar að auki stendur yfir verkefni þar sem kennarar takast á við áætlanagerð þar sem grunnþættir eru hafðir að leiðarljósi við nám og kennslu. Einstaklingsmiðað nám er stefna Reykhólaskóla og kennarar og starfsfólk skólans hefur metnað fyrir því að breyta starfsháttum smán saman í samræmi við þá skýru stefnu sem hefur verið tekin hjá sveitarfélaginu. 

 

2018. 

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón