Samkennsla, stundakrár - valgreinar

Samkennsla er við Reykhólaskóla. Skólinn skiptist í þrjár deildir. 1.-4.bekkur.  5.-7. bekkur og svo 8.-10. bekkur.

 

Stundartöflur má finna á Mentor.

 

 

Val 8.-10. bekk

Nemendur í 8-10 bekk eru í áhugasviðsvali eða vinnustaðavali einu sinni í viku og einum öðrum valáfanga á viku. 

 

Skertir dagar.

Nemendur í 8. – 10. bekk eru með skerta stundartöflu. Til þess að uppfylla kröfur um 37 stunda tímaviðmið hefur nemendum Reykhólaskóla verið boðið að taka þátt í smiðjuhelgum með grunnskóla Borgarfjarða tvisvar sinnum á ári. . Smiðjuhelgarnar eru haldnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur vinna í smiðjum frá 14:30 – 19.00 á föstudegi og fá kvöldmat og gista á staðnum. Næturgæsla er í höndum foreldra/kennara. Á laugardeginum er unnið frá kl. 09:00 – 14:30. Kennari fylgir nemendum en óskað verður eftir aðstoð foreldra við gæslu og akstur. 

Á döfinni

« Ma »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón