Grunnþættir í skólastarfi Reykhólaskóla
Grunnþættir"Menntastefna nýrra aðalnámskráa er reist á sex grunnþáttum sem varða starfshætti, inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Með þessum sex grunnþáttum er lögð áhersla á að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Hugmyndirnar að baki grunnþáttunum eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Þeir skulu vera sýnilegir í skólastarfinu öllu og koma fram í inntaki námsgreina og námssviða, bæði hvað varðar þá þekkingu og leikni sem börn og ungmenni skulu afla sér" (Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018 http://www.namtilframtidar.is/#!/nams-til-framtidar). Kennarar og starfsfólk skólans kom saman 5. apríl 2018 til þess að skilgreina hvernig grunnþættirnir birtast í skólastarfi leik- og grunnskóla Reykhólahrepps. Hópurinn var sammála um að eðilegt væri að listinn samanstæði af þeim grunnþáttum sem sannarlega birtast í skólastarfi skólans og eins þeim sem þau vildu gjarnan að myndu birtast í skólastarfinu. Ákveðið að færa á milli óskalistans og raunverulegs lista á hverju hausti enda mikið undir því komið hverjir standa að skólastarfinu hverju sinni. |
Sjálfbærni"Sjálfbærni snýst um umhverfi, ábyrgð, virðingu og lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti í nútíð og framtíð. Í sjálfbærnimenntun er lögð áhersla á skilning á þeim takmörkunum sem vistkerfi jarðar setur manninum, jöfnuð innan og milli kynslóða, skynsamlega nýtingu auðlinda og sanngjarnri skiptingu þeirra. Forsenda fyrir sjálfbæru samfélagi eru virkir borgarar sem eru meðvitaðir um gildi, viðhorf og tilfinningar sínar gagnvart þessum þáttum. Efnahagskerfi samfélaga skipa stórt hlutverk þegar kemur að skynsamlegri nýtingu auðlinda og sanngjarnri skiptingu þeirra. Þannig er mikilvægt að efnahagsvöxtur byggi hvorki á, né leiði til, óhóflegs ágangs á náttúruna. Framleiðsla og neysla eru órjúfanlegir þættir samfélags og um leið efnahags hvers einstaklings. Skilningur á eigin vistspori, vistspori samfélaga og þjóða stuðlar að sjálfbærri þróun og hófsemi. Í sjálfbærnimenntun felst einnig að börn og ungmenni takist í námi sínu á við margvísleg álitamál og ágreiningsefni. Kennsla og starfshættir innan skólans skulu fléttast saman við það viðhorf að markmið menntunar sé geta til aðgerða. Í því felst þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og því að stuðlað sé að áhuga og vilja til þess að börnin og ungmennin taki þátt í samfélaginu". (Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018, http://www.namtilframtidar.is/#!/sjalfbaerni). |
Svona birtist sjálfbærni í skólastarfi Reykhólaskóla. Haustferð Vettvangsferðir Útikennsla Flokkun á sorpi Endurvinnsla Meðvituð um rafmagnsnotkun Skólaferðalög Samsöngur Heimilisfræði Sjálfshjálp Hér koma atriði sem við myndum gjarnan vilja að væri hluti af sjálfbærni í skólastarfi Reykhólaskóla. Umhverfisstefna, nokkurra ára stefna Sjálfbær nýting Plokka, umhverfisdagur skólans Vera meðvituð um skilagjaldsvörum Meiri útivist, lika í frímínútum
Heilbrigði og velferð"Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Í skólum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. Mikilvægt er að skólinn taki mið af þörfum allra barna og ungmenna á einstaklingsbundinn hátt. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Mörg áhugamál barna og ungmenna stuðla að heilbrigði og geta nýst í þessu samhengi. Með því að gefa áhugasviðum þeirra rými í skólastarfinu gefst tækifæri til að vinna út frá styrkleikum og áhuga, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og efla þannig heilbrigði. Í skóla, sem leggur áherslu á daglega hreyfingu og markvisst hreyfiuppeldi, er lagður grunnur að líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð til lífstíðar. Veita þarf fræðslu um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar". (Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018,http://www.namtilframtidar.is/#!/heilbrigdi-og-velferd) |
Svona birtist heilbrigði- og velferð í skólastarfi Reykhólaskóla. Útikennsla og útivera Íþróttir Sunday Mötuneytið, býður upp á morgunmat Eineltisáætlun Nemendaráð Jákvæður agi Danskennsla Gengið í skólann Flokka mat Matarsóun vigtað Hér koma atriði sem við myndum gjarnan vilja að væri hluti af heilbrigði- og velferð í skólastarfi Reykhólaskóla. Fjölbreyttari og næringaríkari mat Minna af unninni matvöru Meira samstarf, m.a sjúkraheimilið Aukin meðvitund um svefn Heilsueflandi skóli Samstarf skóla við UMFA í samfelldum degi Heilsuvika
Lýðræði og mannréttindi"Lýðræði er mikilvægt á vettvangi skólans. Í fyrsta lagi þurfa skólar að taka mið af því að barna og ungmenna bíður að taka þátt í lýðræðissamfélagi og því er mikilvægt að börn læri um þess háttar samfélög. Í öðru lagi þurfa skólar að taka mið af því í öllum starfsháttum að borin sé virðing fyrir manngildi hvers og eins. Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði. Mikilvægt er að í öllu námi, viðfangsefnum skólastarfsins og aðferðum sé tekið tillit til áhuga nemenda og ábyrgðar þeirra á eigin námi. Einnig þarf að efla þekkingu á grundvallarréttindum barna og fullorðinna með hliðsjón af íslenskri löggjöf og alþjóðasamningum. Samfélagsgreinar og lífsleikni eru kjölfesta þekkingar á lýðræði og mannréttindum og viðhorfa til sömu þátta. Lýðræðislegur hugsunarháttur á þó við í öllum námsgreinum. Lýðræðislegt gildismat verður ekki mótað nema allar námsgreinar og öll námssvið séu notuð til þess". (Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018,http://www.namtilframtidar.is/#!/lydraedi-og-mannrettindi) |
Svona birtist lýðræði og mannréttindi í skólastarfi Reykhólaskóla. Fögnum fjölbreytileikanum Nemendur eru með rödd, hafa áhrif á skólastarfið Nemendaráð Hér koma atriði sem við myndum gjarnan vilja að væri hluti af lýðræði og mannréttindi í skólastarfi Reykhólaskóla. Nemendaráð – lög og reglur Skoða agastefnu. T.d. Jákvæður agi Mannúðarstarf. Barn í fóstri í útlöndum, Jól í kassa Skoða hvernig samræður eiga sér stað milli nemenda og kennara, nemenda, nemenda og kennari Vera með stjórnmálafræði, kenna Gátlisti yfir umræðuefni – gátlisti. Varðandi ýmis jafnréttis- og mannréttindamál
Jafnrétti"Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Menntun til jafnréttis fjallar um hvernig aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni geta skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks. Við undirbúning framtíðarstarfsvettvangs er mikilvægt að opna augun fyrir kynskiptum vinnumarkaði og stuðla að því að námsval kynjanna verði minna kynbundið en hingað til. Það varðar miklu að ekki halli á kynin í þeim viðfangsefnum sem nemendur fást við heldur grundvallist þau á jafnræði og jafnrétti. Jafnréttismenntun vísar þannig í senn til inntaks kennslu, námsaðferða og námsumhverfis. Gæta verður þess að nemandinn samþætti þekkingu sína og leikni, samtímis því sem hann þjálfast í samskiptum sem byggjast á virðingu fyrir mannréttindum og jafnrétti". (Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018, http://www.namtilframtidar.is/#!/jafnretti) |
Svona birtist jafnrétti í skólastarfi Reykhólaskóla. Frjáls leikur og val Bekkjarfundi Samverustundir Hópastarf með hugarkortum Skólaráð Lýðræðis – val Jafnréttisáætlun Aðgengi fyrir alla Aðgangur að tónlistarnámi Aðgengi að ódýrum tómstundum Samvinna skólastiganna Allir taka þátt í viðburðum skólans Hér koma atriði sem við myndum gjarnan vilja að væri hluti af jafnrétti í skólastarfi Reykhólaskóla. Meiri samfella milli leik- og grunnskóla Gátlisti yfir umræðuefni – gátlisti. Varðandi ýmis jafnréttis- og mannréttindamál Bæta aðgengi fatlaðara innan skólans. T.d wc, þröskuldar ofl.
Læsi"Læsi höfðar til þess að hver einstaklingur hafi hæfni til að skynja og skilja umhverfi sitt og samfélag á gagnrýninn hátt og taka þátt í að móta það. Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á. Hefðbundið læsi tengist kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess að geta fært hugsun sína í letur og skilið prentaðan texta. Læsi í víðum skilningi vísar hins vegar til þess að nemendur nái tökum á ýmsum táknkerfum og miðlum. Þannig felur læsi á tölur í sér hæfni til að lesa úr, tjá sig um og nýta sér til gagns tölulegar upplýsingar, læsi á upplýsingar tekur m.a. til upplýsingatækni þar sem mikilvægt er að allir geti aflað gagna, flokkað, unnið úr, notað og miðlað upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt og læsi á fjölmiðla gerir nemendum kleift að greina upplýsingar ólíkra miðla svo þeir geti sjálfir lagt gagnrýnið mat á þær". (Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018, http://www.namtilframtidar.is/#!/laesi) |
Svona birtist læsi í skólastarfi Reykhólaskóla. Læsi Vettfangsferðir Veðurfræðingurinn leik – og grunnskóla Lesa í aðstæður Lesa milli lína Nýyrðasköpun Listalæsi tónlist, myndlist Lubbi- hljóðaaðferðin Þemur Lestur unglinga í leikskólann - endurverkja Könnunaraðferð Allir í 7. Bekk taki þátt í stóru upplestrakeppinni Litla upplestrakeppnin Meiri áhersla á heimalestur Lestrabingó Bóksafnheimsóknir Numicon Forritun Yndislestur Upplestur Auka upplýsingaflæði milli heimili og skóla /umsjónakennara Fá fræðslu til foreldra frá frægum rithöfundi um mikilvægi lesturs. fjármálalæsi Hér koma atriði sem við myndum gjarnan vilja að væri hluti af læsi í skólastarfi Reykhólaskóla.
Sköpun"Sköpun byggist á gagnrýninni hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika og því skiptir sköpunarferlið ekki síður máli en afrakstur verksins. Í sköpuninni felst hagnýting hugmynda og mótun viðhorfa, gildismats og hæfni. Vinnubrögð í listsköpun og vísindum einkennast oft af sköpunargleði, frumkvæði og frumleika. Þannig vinnubrögð er æskilegt að sjá í öllu námi og skólastarfi. Skapandi skólastarf felur m.a. í sér að nemendur hafa tækifæri til að hafa áhrif á skólastarfið s.s. námsefni, skipulag, námsmat, mötuneytismál, skemmtanir o.fl. Þar er ýtt undir forvitni, spurningar og heilabrot, nemendum líður vel og þeir eru hvattir til að gera margvíslegar tilraunir. Litið er á mistök sem tækifæri til að læra af reynslu og nýir miðlar og ný tækni eru nýtt á áhugaverðan og skapandi hátt. Verk nemenda eru sýnileg og geta orðið öðrum nemendum og kennurum innblástur og hvatning. Sköpun snýst ekki eingöngu um nýtt og frumlegt heldur og hagnýtingu þess sem fyrir er. Hún snýst þannig um lausnir viðfangsefna og leit að nýjum möguleikum. Sköpun er mikilvægur grunnur að því að horfa til framtíðar og móta sér framtíðarsýn, taka þátt í mótun lýðræðissamfélags og skapa sér hlutverk innan þess". (Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018, http://www.namtilframtidar.is/#!/skopun) |
Svona birtist sköpun í skólastarfi Reykhólaskóla. Listasmiðja Þemadagar Söngur og leikur List- og verkgreinar Tónlistakennsla Kór Valgreinar Fjölbreyttar kennsluaðferðir Allar námsgreinar sköpun Forritun Dans Nám í gegnum leik Efla þátttöku í degi íslenskra tungu Skólakór Vinna verkefni í hjálpastarf Árhátíð – leikrit – svið Útivera Ritun Söngstund (þróa hugmynd) allir saman 1x til 2x í mánuði.
Uppfært í apríl 2018