Skólanámskrá Reykhólaskóla
Skólanámskrá Reykhólaskóla er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla sem er ígildi reglugerðar. Aðalnámskrá segir til um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Skólanámskrá er svo ætlað að lýsa skólastarfi hvers skóla, sérkennum hans, sérstöðu og staðbundnum aðstæðum. Hér áður fyrr var skólanámskrá gefin út í einu riti og afhent foreldrum eða gerð aðgengileg í bókarformi á vefsíðum skólanna. Í Reykhólaskóla lítum við á vefsíðu skólans sem ígildi skólanámskrár og starfsáætlunar og setjum allar upplýsingar um skólastarfið á hana.
Það er vert að taka það fram að hugtökin starfsáætlun og skólanámskrá renna oft í eitt hjá okkur.