NEFNDIR OG RÁÐ

Í 6. gr grunnskólalaga er kveðið á um að í hverju sveitarfélagi skal í umboði sveitarstjórnar vera skólanefnd sem fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir kunna að fela henni. Mennta- og menningarmálanefnd Reykhóla er skólanefnd sveitafélagsins og ber að starfa eftir lögum og reglum um skólanefndir.

Líkt og fram kemur í 6. gr grunnskólalaga skulu Skólastjórar, grunnskólakennarar og foreldrar í sveitarfélagi kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Skólanefnd skal kosin af hlutaðeigandi sveitarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils.

 

_______________________________________________________________________________________________

 

Í Mennta- og menningarmálanefnd (skólanefnd) Reykhólahrepps

 

Mennta- og menningarmálanefnd

2018-2022

Aðalmenn

  • Árný Huld Haraldsdóttir
  • Vilberg Þráinsson
  • Ólafía Sigurvinsdóttir  

Varamenn

  • 1. Agnieszka Anna M. Kowalczyk
  • 2. Eggert Ólafsson

Áheyrnafulltrúar eru:

  • Anna Björg Ingadóttir , skólastjóri.

  • Svanborg Guðbjörnsdóttir fh. kennara grunnskólans.

  • Íris Ósk Sigþórsdóttir fh. starfsmanna á leikskóla

 

Uppfært 7. sept 2018 

______________________________________________________________________________________________

 

Skólaráð 

 

Í Lögum um grunnskóla nr. 91/2008 segir:

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Ráðherra setur reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra.

Nánar er kveðið á um starfsemi og hlutverk skólaráða í Reglugerð um skólaráð við grunnskóla.

 

Sveitastjórnir geta ákveðið að sameina skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla í eitt ráð. Þá er miðað við að fulltrúar nemenda komi úr grunnskólanum og fulltrúar foreldra og kennara komi af báðum skólastigum. 

 

Skólaráð Reykhólaskóla skólaárið 2021-2022 skipa:

 

  • Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri

  • Íris Ósk Sigþórsdóttir, fulltrúi leikskóla

  • Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, fulltrúi kennara

  • Friðrún Hadda Gestsdóttir, fulltrúi starfsmanna

  • Indíana Svala Ólafsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins

  • Borghildur Eiríksdóttir, fulltrúi nemenda

  • Elísa Rún Vilbergsdóttir, fulltrúi nemenda

  • Katla Ingibjörg Tryggvadóttir, fulltrúi foreldra (grunnskóli)

  • Silvía Kristjánsdóttir, fulltrúi foreldra (leikskóli)

 

Til vara

  • Rebekka Eiríksdóttir, fulltrúi kennara

  • Birgitta Rut Brynjólfsdóttir, fulltrúi nemenda

  • Bára Borg, fulltrúi foreldra (grunnskóli)

  • Arthur Kowalczyk, fulltrúi foreldra (leikskóli)

  • Herdís Erna Matthíasdóttir, fulltrúi starfsmanna

  • ?, fulltrúi grenndarsamfélagsins

Uppfært 19.10.2021

______________________________________________________________________________________________

 

Nemendaverndarráð

 

Nemendaverndarráð  fundar mánaðarlega á starfstíma skólans. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna nemenda. Í ráðinu sitja:

  • Anna Björg Ingadóttir skólastjóri 
  • Andrea Björnsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu
  • Þórunn Björk Einarsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur
  • Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri

Starfsreglur nemendaverndarráðs. Samþykktar feb. 2017

______________________________________________________________________________________________

 

Foreldrafélag skólans 

 

Foreldrafélag Reykhólaskóla 2019-2021 skipa:

  • Katla Ingibjörg Tryggvadóttir
  • Bára Borg
  • Árný Huld Haraldsdóttir

 

______________________________________________________________________________________________

 

 

 

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón