Viðbrögð við óveðri


Endurskoðað janúar 2020

Ef appelsínugul eða rauð viðvörun er í gildi þá er öllu skólahaldi aflýst (grunn-, leik- og tónlistarskóli).

Ef gul viðvörun er í gangi þá meta foreldrar hvort þeir senda börn sín í skólann og skólabílstjórar meta hvort þeir keyri.


Ef skólastarf er fellt niður er slíkt auglýst á fésbókarsíðu skólans og með sms. 

Þegar veðrið inn í sveit og í Gufudalssveit er það slæmt að börnin komast ekki í skólann, meta skólabílstjórar aðstæður og láta vita á bæina ef þeir koma ekki. Foreldrar meta einnig aðstæður og ákveða hvort þeir telja óhætt að senda börnin í skólann. Best er að láta skólabílstjóra vita beint.

Ef ekki er hægt að koma börnum úr dreifbýli heim að skóladegi loknum fara nemendur á  „fósturheimili“ á Reykhólum sem foreldrar eru búnir að undirbúa fyrirfram.

Ef skóli fellur niður um lengri tíma vegna veðurs eru kennarar tilbúnir með verkefni eða námsáætlun, þannig að nemendur sem eru heima dragist ekki aftur úr þeim sem eru í skólanum. Þessi verkefni geta verið með ýmsum hætti. Foreldrar/nemendur geta verið í tölvu eða símasamskipum við kennara varðandi námið.

Stórslys/ náttúruhamfarir

1. Skólastjóri/ áfallaráð afli upplýsinga um á hvern hátt atburðurinn tengist skólanum.

2. Haft verði samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð, t.d. kirkjuna eða RKÍ.

3. Afla upplýsinga í stórslysaáætlun hjá Reykhólahrepp.


Almannavarnir snúast um skipulag og stjórnkerfi sem virkjað er á hættustundu. Samkvæmt 1. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er markmið þeirra að skipuleggja og gera ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir eða takmarka, eftir því sem unnt er, að:

Almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni.

Umhverfi og eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta, hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum.

Veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.

Lögin taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og eignum.

Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði í samvinnu við ríkisvaldið. Stjórn almannavarnamála í hverju lögsagnarumdæmi er í höndum lögreglustjóra sem hefur almannavarnanefnd sér til fulltingis. Lögreglustjóri fer einnig með stjórn leitar og björgunar í sínu umdæmi.

Mikilvægt er að upplýsingar um viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá séu til staðar í skólanum og þær séu skýrar. Skólastjóri setur upp viðbragðsáætlun fyrir sinn skóla og skal fylgja fyrirmælum almannavarnanefnda á hverjum stað fyrir sig.

Sjá nánari upplýsingar á www.almannavarnir.is

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón