30. janúar 2018

Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð  fundar mánaðarlega á starfstíma skólans. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna nemenda. Í ráðinu sitja:

●        Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri.

●        Andrea Björnsdóttir, deildarstjóri Stoðþjónustu.

●        Þórunn Björk Einarsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur.

●       Guðrún Benónýsdóttir, félagsmálastjóra Reykhólahrepps.

 

Starfshættir Nemendaverndarráðs Reykhólaskóla.

Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf, sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd um sérstaka aðstoð við nemendur.

●        Nemendaverndarráð skal funda einu sinni í mánuði.

●        Halda skal fund í nemendaverndarráði ef a.m.k. tveir fulltrúar í ráðinu óska þess.

●        Fundir ráðsins eru færðir til bókar.

●        Í nemendaverndarráði Reykhólaskóla eiga sæti skólastjóri, fulltrúi sérkennsluteymis, skólahjúkrunarfræðingur og félagsmálastjóri. Einnig geta fulltrúar frá barnaverndaryfirvöldum tekið þátt í starfi nemendaverndarráðs þegar tilefni er til.

 

Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði fyrir einstaka nemendur eða nemendahópa sem lögð hafa verið fyrir ráðið. Ráðið metur hvaða viðbótarupplýsinga er þörf og boðar á sinn fund umsjónarkennara og foreldra svo og aðra aðila sem tengjast málinu ef þörf krefur. Fulltrúar í nemendaverndarráði geta haft frumkvæði að því að mál einstakra nemenda séu tekin upp í ráðinu. Ávallt skal vísa málum til ráðsins með formlegum hætti.

Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans geta óskað eftir því við skólastjóra eða fulltrúa hans í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu. Ávallt skal upplýsa foreldra um að máli barna þeirra sé formlega vísað til skólastjóra eða nemendaverndarráðs og leita eftir samstarfi við foreldra um lausn mála eftir því sem framast er kostur. Má gera það með tölvupósti eða bréflega. Að öðru leyti vísast í lög og reglugerðir sem snerta starfsemi nemendaverndarráðs.

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón