23. júní 2021

Innra mats skýrsla

Innra mats skýrsla 2021 er komin inn undir flipann "Innra og Ytra mat" og skýrslur

1 af 2

Hér má finna upplýsingar um laus störf við Reykhólaskóla - grunnskóladeild, næsta vetur. 

Matseðlar eru settir inn mánaðarlega undir flipann Mötuneyti í Hagnýtum upplýsingum. 

31. mars 2021

Dreifnám á Reykhólum

Reykhólahreppur er í viðræðum við Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra og Strandabyggð um stofnun dreifnámsdeildar fjöldbrautarskólans á Reykhólum.

 

Endanlegt samþykki fyrir stofnun deildarinnar er í höndum Menntamálaráðuneytis.


Sú hugmynd er uppi um að dreifnámsdeildin nýti húsnæði félagsmiðstöðvarinnar fyrri hluta dag á meðan starfssemi hennar liggur niðri. Starfsmaður starfi við deildina, sem aðstoði nemendur og fylgi þeim eftir í náminu.

 

Horft verði til þess að nemendur í dreifnámsdeild á Reykhólum og nemendur í dreifnámsdeild á Hólmavík myndi góð tengsl með heimsóknum á milli deilda og síðast en ekki síst verði deildirnar tvær í góðum tengslum við fjöldbrautarskólann sjálfan, með staðarlotum og verða helstu atburðir í félagsstarfi skólans skipulagðir í kringum þær.


Til að styrkja grundvöll þess að möguleiki sé á dreifnámsdeild, þarf að vera til staðar þörf, þ.e. nemendur sem vilja nýta sér deildina. Þess vegna er þessi könnun lögð fyrir nemendur og foreldra barna í Reykhólahreppi til að kanna þörfina.

 

 

Hér er linkurinn á könnunina;

 

https://www.surveymonkey.com/r/BR9T885

Á döfinni

« Jn »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón