17. mars 2015
dans-dans-dans
Danskennsla verður í Reykhólaskóla dagana 23. – 26. mars nk. Jón Pétur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru, verður með okkur eins og undanfarin ár og heldur uppi góðu stuði.
Að þessu sinni er dansnámskeiðið skylda hjá nemendum í grunnskólanum og þurfa þeir ekki að greiða fyrir námskeiðið.
Börnum fæddum 2009 og 2010 stendur til boða að vera með en þau greiða fyrir. Námskeiðsgjaldið er 4400 kr. Gjaldið skal greiða til Jóns Pétus á danssýningunni sem verður fimmtudaginn 26. mars kl. 11:00.
Foreldrar leikskólabarna endilega hafið samband við starfsfólk leikskólans ef þið viljið að barnið ykkar verið með.
Kær kveðja
Starfsfólk Reykhólaskóla