11. september 2018

Ytra mat Menntamálastofnunnar á starfsemi Reykhólaskóla

Ágætu foreldrar og nemendur.

 

Í næstu viku fer fram ytra mati Reykhólaskóla. 

 

Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í skólanum á þriðjudag og miðvikudag og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka  þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði. Því má fólk gera ráð fyrir að óskað verði eftir þátttöku einhverra í umræðuhópa en valið verður í þá með slembiúrtaki. Foreldrum verður að kynnt ef börn þeirra lenda í slíku úrtaki.

Matsaðilar skoða auk þess gögn um skólann, bæði á heimasíðu og gögn sem þeir fá send rafrænt frá skólanum, samræmd könnunarpróf og aðrar kannanir og hvaðeina sem getur varpað ljósi á skólastarf.  Matinu er ætlað að vera leiðbeinandi og framfaramiðað.

Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga en það er Menntamálastofnun sem sér um framkvæmdina.

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón