Ytra mat Menntamálastofnunnar á starfsemi Reykhólaskóla
Ágætu foreldrar og nemendur.
Í næstu viku fer fram ytra mati Reykhólaskóla.
Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í skólanum á þriðjudag og miðvikudag og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði. Því má fólk gera ráð fyrir að óskað verði eftir þátttöku einhverra í umræðuhópa en valið verður í þá með slembiúrtaki. Foreldrum verður að kynnt ef börn þeirra lenda í slíku úrtaki.
Matsaðilar skoða auk þess gögn um skólann, bæði á heimasíðu og gögn sem þeir fá send rafrænt frá skólanum, samræmd könnunarpróf og aðrar kannanir og hvaðeina sem getur varpað ljósi á skólastarf. Matinu er ætlað að vera leiðbeinandi og framfaramiðað.
Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga en það er Menntamálastofnun sem sér um framkvæmdina.