7. október 2012
Vel heppnuð haustferð
Veðurguðirnir léku við okkur í skólanum í haustferðinni á fimmtudaginn. Gengið var Króksfjarðarnesið og grillaðar voru pylsur í blíðunni. Dagurinn var vægast sagt ánægjulegur og þakkar skólinn Bergsveini Reynissyni sérstaklega fyrir hlýjar móttökur.