11. nóvember 2013

VEL HEPPNUÐ VÍSINDAVIKA

Í þarsíðustu viku var vísindavika í Reykhólaskóla. Kennarar ákváðu að setja upp vísindahorn þar sem nemendur gætu kynnst og upplifað ólík vísindaleg fyrirbæri og gert tilraunir.

Vikan hófst á því að kennarar fóru, hver með sinn hóp, og kynntu vísindahornið fyrir nemendum. Síðan var aðgengi að horninu gefið frjálst og nemendur grunn- og leikskóla höfðu aðgang að horninu í frímínútum og hádegishléi. Hornið var ótrúlega vinsælt og þar var margt brallað.

Meðal þess sem í boði var: Segull/segulmagn, vatnskar, bátur og hlutir sem sökkva/fljóta, speglar, "blekkinga" myndir, víðsjá/smásjá, vasaljós/sjálflýsandi hlutir/tjald, kúlurenna, rafmagnsmekkanó, flokka hluti, rafhlaða/pera/vír. Það vinsælasta var eflaust verkefnin sem reyndu á lyktar-, bragð- og snertiskyn. Kennarar höfðu komið upp 7 lyktarefnum (möndludropar, harðfiskur, pipar, laukur, sítrónudropar, kanill, smurolía), 5 bragðefnum (hveiti, flórsykur, lyftiduft, vanillusykur og kartöflumjöl) og 6 snertiflötum (strigi, álpappír, tré, rafmagnsrörbútar, pasta skrúfur, steinar) sem síðan átti að giska á hvað væri, skrá og skila í kassa. Nemendur í 7.-10. bekk tóku niðurstöður saman og kynntu í bekkjum.

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón