26. nóvember 2014

Útskrift

Útskriftarnemar
Útskriftarnemar

í vetur hafa fjórir starfsmenn í Reykhólaskóla verið í grunnnámi fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa hjá fræðslumiðstöð Vestfjarða ásamt átta starfsmönnum frá grunnskólanum á Hólmavík. í dag var uppskeru hátíð hjá þeim og útskrifuðust þær Dísa Sverrisdóttir, Indiana Svala Ólafsdóttir, Íris Ósk Sigþórsdóttir og Lovísa Ósk Jónsdóttir með glæsibrag. 

Námskeiðið hefur verið á fimmtudögum frá 13:00 - 16:00 ýmis hér í Reykhólaskóla eða í grunnskólanum á Hólmavík. Í upphafi var ákveðið að nota þá þekkingu sem til var heim í héraði og gekk það alveg ljómandi vel. Af 60 kennslustundum voru aðeins 2 þeirra kenndar af einhverjum öðrum en íbúum Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Kennarar frá Reykhólahreppi voru: Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafræðingur, Áslaug Berta Guttormsdóttir sérkennari, Andrea Björnsdóttir þroskaþjálfi, Sandra Rún Björnsdóttir iðjuþjálfi, Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir íþróttakennari og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri. Auk þeirra kenndu Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir sérkennari, Ester Ösp tómstundafulltrúi, Ásta Þórisdóttir grunnskólakennari og Guðjón Ólafsson frá félagsþjónustu Norðurþingi Vestra. 

Við óskum öllum nemendunum til hamingju með frábæran árangur.

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón