29. apríl 2016

Ungmennin í alla staði til fyrirmyndar

Rapparinn Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur ásamt skífuþeytara (DJ) héldu uppi kraftinum á unglingaballi á vegum Reykhólaskóla sem haldið var í íþróttahúsinu á Reykhólum í gærkvöldi. Hartnær 200 krakkar sóttu ballið, en auk nemenda í Reykhólaskóla voru þar ungmenni frá Hólmavík, Búðardal, Tálknafirði, Vesturbyggð, Varmalandi í Borgarfirði, Kleppjárnsreykjum og Borgarnesi og af Snæfellsnesi.

 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps hafði veg og vanda af skipulagningu þessa viðburðar í samstarfi við Reykhólaskóla. Foreldrar nemenda í unglingadeildinni önnuðust gæslu og bökuðu pítsur fyrir svanga grunnskólakrakka, marga komna um langan veg. Friðrik Smári og Styrmir Sæm voru hljóðmenn og gegndu því hlutverki með prýði.

 

Þarna var mikið fjör og mikið gaman og ungmennin sem sóttu þetta fjölmenna ball voru í alla staði til fyrirmyndar, segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri.

 

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón