13. júní 2013

ÚTSKRIFT & FERÐ


 Þann 24. júní ætlum við að skella okkur aðeins út fyrir leikskólann í smá ferð (fer
eftir veðri hvert við förum og hvað við gerum). Lagt verður af stað kl. 11:00 og
komið verður til baka kl 14:00. Allt starfsfólk fer með í ferðina og er því
nauðsynlegt að börnin séu komin í leikskólann fyrir þennan tíma. Gott er ef börnin
koma með handklæði og aukaföt.

Þann 26. júní verður útskrift og vorhátíð leikskólans og er foreldum boðið að koma
og njóta dagsins með okkur. hátíðin hefst kl 14:00. Börn sem eru komin í sumarfrí
eru að sjálfsögðu velkomin á hátíðina. Þau börn sem eru að ljúka leikskólagöngu eru
sérstaklega beðin um að mæta og vera við útskriftina.

Eitt að lokum.. nú er sólin farin að glenna sig og eru foreldrar hvattir til að
setja sólarvörn á börnin áður en þau koma. Eins er gott að láta vörn fylgja með
þeim svo hægt sé að bera á þau eftir þörfum.

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón