27. mars 2014

Tveir verðlaunahafar í sömu vikunni.

1 af 7

Þessi vika hjá Reykhólaskóla hefur verið tíðindamikill. Jón Pétur danskennari er búin að vera með okkur þessa vikuna og var afraksturinn sýndur í dag. Þar sem nemendur leik- og grunnskóla stóðu sig frábærlega. Unglingarnir okkar sýndu snildartakta og tókst Sindra að sveifa Aðalbjörgu fram og aftur.

Nemendur í Reykhólaskóla höfðu tekið þátt í ljóðasamkeppni „grunnskóla á Vestfjörðum“  og fengum við þau tíðindi að einn nemandi okkar í 3. bekk, hann Ketill Ingi hafði lent í 1. – 3. sæti með ljóðið sitt, Fjölskyldan mín. Hann fékk að launum kajakferð fyrir fjölskyldu sína í Önundarfirði.

Seinni partinn í dag þá var haldin stóra upplestarkeppnin í Reykhólaskóla þar sem nemendur frá Árneshrepp, Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum tóku þátt. Nemendur stóðu sig með prýði. Aron Viðar í 7. bekk hlaut önnur verðlaun og Kári Ingvarson frá Árneshrepp fékk fyrstu verðlaun

Eins og þið heyrið viðburðarík og skemmtileg vika.

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón