19. ágúst 2018

Tónlistarskóli

 

Hjá sveitarfélaginu er starfræktur Tónlistarskóli. Við erum svo heppin að Ingimar Ingimarsson verður áfram tónlistarkennari í vetur.

Skólinn býður upp á forskóla fyrir 1-5 bekk þar sem tónfræði og blokkflauta er í boði.

Ef nemendur á þessum aldri hafa lokið forskóla þá geta þeir sótt um að læra á önnur hljóðfæri ásamt tónfræði í samráði við tónlistarkennara.

Fyrirkomulag kennslu verður á þá leið að kennt verður á skólatíma. Nemendur fara úr tímum í æfingakennslu og tónfræði en séð verður til þess að hefðbundið nám raskist ekki mikið.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra á póstfangið skolastjori@reykholar.is. En á umsókn þarf að koma fram nafn nemanda, hljóðfæri sem nemandi vill læra á og hvort nemandinn fari í forskóla.

Frestur til að skila inn umsókn er til 1. september næstkomandi. Tónlistarstarfið hefst svo í vikunni þar á eftir.

með virktum

Valgeir Jens Guðmundsson

skólastjóri

 

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón