11. október 2022

Tónlist í Reykhólaskóla

Við bjóðum Argý velkominn til starfa í tónlistardeild Reykhólaskóla. Argyrios Perdikaris er grískur og hefur búið á Reykhólum síðan í vor. Nokkru áður bjó hann á Hólmavík og starfaði í grunnskólanum þar og sinnti tónlistarkennslu. Argý er tónlistarmenntaður frá heimalandi sínu og við erum svo heppin að fá að njóta kunnáttu hans hér á Reykhólum.  

Í leikskólanum ætlar Argy að spila á gítar og syngja með börnunum. Í grunnskólanum ætlum við t.d að tengja tónlist við samþættinguna og vera með samsöng á morgnana ásamt því að bjóða upp á tónlistarkennslu fyrir nemendur. Til að byrja með ætlum við að skoða áhugann hjá nemendum, bjóða upp á tónlistarkennslu og móta framhaldið.

Við viljum vekja athygli á því að núna er hægt að sækja um að stunda tónlistarnám fram að áramótum.

 

Hægt er að læra söng, á trommur, gítar, bassa og ukulele. Einnig getur Argy kennt byrjendum á píanó. Þá ætlar Argy líka að bjóða upp á raftónlist.


Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að skrá barn sitt í tónlist fram að áramótum eru beðnir um að hafa samband við skólastjóra fyrir kl. 12:00 föstudaginn 14. október á netfanginu skolastjori@reykholar.is. Kennsla hefst um leið og nemendur eru skráðir.

Skrá þarf nafn barns, bekk og hvaða hljóðfæri/söng/raftónlist óskað er eftir. Það geta allir fengið til að byrja með að æfa á eitt hljóðfæri/söng/raftónlist með möguleika á að hægt verði að gera meira síðar. Foreldrar eru því beðnir að skrá 1. val (sem allir fá að æfa) og láta vita ef það kemur til greina að æfa meira en á eitt hljóðfæri. Við þurfum að greina þörfina áður en lengra er haldið.    

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón